Leita til íslenskra kvenna eftir árangurssögum í samskiptum og velgengni Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. júní 2021 07:00 Unnur Magnúsdóttir Vísir/Aðsent „Ríflega þrjátíu þúsund þátttakendur hafa sótt þessi námskeið og nú væri frábært að einhverjar konur gæfu sig fram og segðu okkur frá árangri sem þær hafa náð í sínu starfi með því að nota reglurnar,“ segir Unnur Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Dale Carnegie um endurútgáfu bókarinnar Vinsældir og áhrif, þar sem ætlunin er að segja meðal annars frá árangri íslenskra kvenna sem náð hafa árangri í viðskiptum með því að vera góðar í samskiptum. En hvað kemur til að nú er verið að kalla eftir árangurssögum frá íslenskum konum? Upphafleg hugmynd árið 1936 Bókin Vinsældir og Áhrif kom fyrst út árið 1936 og jafn ótrúlega og það hljómar, nýtur hún enn mikilla vinsælda. „Í bókinni er farið yfir 30 reglur í mannlegum samskiptum sem nýtast vel til að ná árangri. Þessar reglur byggja á frásögnum fólks í viðskiptalífinu og stjórnmálum sem segja frá því hvernig fólk hefur náð miklum árangri með því að vera meðvitað um samskipti sín og framkomu við annað fólk,“ segir Unnur og bætir við: „Og náð með þessu að byggja upp traust, afla samvinnu og veita öðrum innblástur.“ Höfundur bókarinnar er Dale Carnegie sem frá árinu 1912 hafði haldið námskeið víðs vegar í Bandaríkjunum til að þjálfa fólk og efla í samskiptafærni og fleiru. Eitt sinn, sat útgefandi námskeið Dale og heyrði þar frásagnir fólks sem var að æfa sig í að halda ræður. Þær frásagnir innihéldu oftar en ekki dæmisögur um hvernig fólk nær árangri í viðskiptum með því að vera góð í samskiptum,“ segir Unnur. Útgefandanum datt þá í hug að Dale myndi gefa út bók og styðjast þá við frásagnir fólks sem höfðu nýtt sér reglurnar sem hann kenndi og náð árangri í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Úr varð bókin Vinsældir og áhrif, sem á frummálinu heitir How to win Friends and Influence people. Sló strax í gegn Að sögn Unnar sló bókin strax í gegn árið 1936 og seldist þá í áður óþekktum upplögum. Sjálfshjálparbókin Vinsældir og áhrif sló strax í gegn árið 1936 og er enn mikið notuð. Nú er leitað til íslenskra kvenna til að bæta við sögum frá konum í endurútgáfu bókarinnar. Þó var hún gagnrýnd fyrir að vera einföld og grunn. „Kannski er það einmitt ástæðan fyrir velgengninni. Hún er svo aðgengileg og reglurnar einfaldar fyrir fólk að beita í sínu lífi og hún fjallar um mannlega hegðun sem fólk getur samsvarað sig við. Þegar maður les reglurnar kemst maður að því að þær eru í raun allar kunnuglegar og eitthvað sem maður veit innst inni að skilar manni árangri. Bókin er því frábær áminning um að nota reglurnar og sögurnar sanna svo ágætið,“ segir Unnur. Þá segir Unnur að á námskeiðum Dale Carnegie á Íslandi sé enn verið að styðjast við reglurnar úr bókinni. „Þátttakendur eru almennt sammála um að þó svo að bókin sé gefin út 1936 þá standist reglurnar tímans tönn og eigi alveg jafn vel við núna og þær gerðu þá. Það má segja að þessi bók sé fyrsta sjálfshjálparbókin og aðrar bækur sem hafa komið út í kjölfarið séu að einhverju leiti að feta í fótspor þessarar,“ segir Unnur. En þótt bókin njóti enn mikilla vinsælda, er þó einn hængur á. Það vantar árangurssögur frá konum! Dóttir Dale, Donna Carnegie, vinnur því nú að endurútgáfu bókarinnar. Af því tilefni, leitaði hún til Dale Carnegie á Íslandi, enda hafa námskeið Dale Carnegie verið í boði fyrir Íslendinga frá árinu 1965 og konur þar alltaf verið í miklum meirihluta þátttakenda. „Bókin kom út árið 1936 og því augljóst að margar sögurnar bera einkenni þess tíma. Þannig eru til dæmis ekki margar sögur þar sem konur eru í leiðtogahlutverkinu og því langar Donnu að breyta,“ segir Unnur. Íslenskar árangurssögur oft magnaðar Unnur segir það vel valið af Donnu að leita til íslenskra kvenna. Ekki aðeins vegna þess að þær hafi verið í meirihluta þátttakenda Dale Carnegie námskeiða síðustu áratuga, heldur hafi þær margar frá góðum sögum að segja. Við þjálfararnir heyrum allar frásagnir þátttakenda og er stundum orðavant yfir því hversu ótrúleg áhrif mannleg hegðun getur haft á árangur, hvort sem það er í starfi eða einkalífi,“ segir Unnur og nefnir dæmi: „Ég man eftir frásögnum þar sem fólk hafði veruleg áhrif á menningu vinnustaðarins, starfsánægju og árangur heildarinna með því að skoða eigin samskiptahegðun og tileinka sér reglurnar í bókinni.“ Unnur hvetur þessar konur nú til að hafa samband við Dale Carnegie á Íslandi og deila sínum sögum. Hægt er að senda henni póst á netfangið unnurm@dale.is. Þessum sögum verður síðan komið á framfæri við Donnu Carnegie. „Það væri auðvitað alveg meiriháttar gaman að hafa frásögn íslenskrar konu prýða síðurnar á Vinsældir og áhrif,“ segir Unnur. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
En hvað kemur til að nú er verið að kalla eftir árangurssögum frá íslenskum konum? Upphafleg hugmynd árið 1936 Bókin Vinsældir og Áhrif kom fyrst út árið 1936 og jafn ótrúlega og það hljómar, nýtur hún enn mikilla vinsælda. „Í bókinni er farið yfir 30 reglur í mannlegum samskiptum sem nýtast vel til að ná árangri. Þessar reglur byggja á frásögnum fólks í viðskiptalífinu og stjórnmálum sem segja frá því hvernig fólk hefur náð miklum árangri með því að vera meðvitað um samskipti sín og framkomu við annað fólk,“ segir Unnur og bætir við: „Og náð með þessu að byggja upp traust, afla samvinnu og veita öðrum innblástur.“ Höfundur bókarinnar er Dale Carnegie sem frá árinu 1912 hafði haldið námskeið víðs vegar í Bandaríkjunum til að þjálfa fólk og efla í samskiptafærni og fleiru. Eitt sinn, sat útgefandi námskeið Dale og heyrði þar frásagnir fólks sem var að æfa sig í að halda ræður. Þær frásagnir innihéldu oftar en ekki dæmisögur um hvernig fólk nær árangri í viðskiptum með því að vera góð í samskiptum,“ segir Unnur. Útgefandanum datt þá í hug að Dale myndi gefa út bók og styðjast þá við frásagnir fólks sem höfðu nýtt sér reglurnar sem hann kenndi og náð árangri í viðskiptalífinu og í stjórnmálum. Úr varð bókin Vinsældir og áhrif, sem á frummálinu heitir How to win Friends and Influence people. Sló strax í gegn Að sögn Unnar sló bókin strax í gegn árið 1936 og seldist þá í áður óþekktum upplögum. Sjálfshjálparbókin Vinsældir og áhrif sló strax í gegn árið 1936 og er enn mikið notuð. Nú er leitað til íslenskra kvenna til að bæta við sögum frá konum í endurútgáfu bókarinnar. Þó var hún gagnrýnd fyrir að vera einföld og grunn. „Kannski er það einmitt ástæðan fyrir velgengninni. Hún er svo aðgengileg og reglurnar einfaldar fyrir fólk að beita í sínu lífi og hún fjallar um mannlega hegðun sem fólk getur samsvarað sig við. Þegar maður les reglurnar kemst maður að því að þær eru í raun allar kunnuglegar og eitthvað sem maður veit innst inni að skilar manni árangri. Bókin er því frábær áminning um að nota reglurnar og sögurnar sanna svo ágætið,“ segir Unnur. Þá segir Unnur að á námskeiðum Dale Carnegie á Íslandi sé enn verið að styðjast við reglurnar úr bókinni. „Þátttakendur eru almennt sammála um að þó svo að bókin sé gefin út 1936 þá standist reglurnar tímans tönn og eigi alveg jafn vel við núna og þær gerðu þá. Það má segja að þessi bók sé fyrsta sjálfshjálparbókin og aðrar bækur sem hafa komið út í kjölfarið séu að einhverju leiti að feta í fótspor þessarar,“ segir Unnur. En þótt bókin njóti enn mikilla vinsælda, er þó einn hængur á. Það vantar árangurssögur frá konum! Dóttir Dale, Donna Carnegie, vinnur því nú að endurútgáfu bókarinnar. Af því tilefni, leitaði hún til Dale Carnegie á Íslandi, enda hafa námskeið Dale Carnegie verið í boði fyrir Íslendinga frá árinu 1965 og konur þar alltaf verið í miklum meirihluta þátttakenda. „Bókin kom út árið 1936 og því augljóst að margar sögurnar bera einkenni þess tíma. Þannig eru til dæmis ekki margar sögur þar sem konur eru í leiðtogahlutverkinu og því langar Donnu að breyta,“ segir Unnur. Íslenskar árangurssögur oft magnaðar Unnur segir það vel valið af Donnu að leita til íslenskra kvenna. Ekki aðeins vegna þess að þær hafi verið í meirihluta þátttakenda Dale Carnegie námskeiða síðustu áratuga, heldur hafi þær margar frá góðum sögum að segja. Við þjálfararnir heyrum allar frásagnir þátttakenda og er stundum orðavant yfir því hversu ótrúleg áhrif mannleg hegðun getur haft á árangur, hvort sem það er í starfi eða einkalífi,“ segir Unnur og nefnir dæmi: „Ég man eftir frásögnum þar sem fólk hafði veruleg áhrif á menningu vinnustaðarins, starfsánægju og árangur heildarinna með því að skoða eigin samskiptahegðun og tileinka sér reglurnar í bókinni.“ Unnur hvetur þessar konur nú til að hafa samband við Dale Carnegie á Íslandi og deila sínum sögum. Hægt er að senda henni póst á netfangið unnurm@dale.is. Þessum sögum verður síðan komið á framfæri við Donnu Carnegie. „Það væri auðvitað alveg meiriháttar gaman að hafa frásögn íslenskrar konu prýða síðurnar á Vinsældir og áhrif,“ segir Unnur.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00 Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01 Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Fimm bækur á lestrarlista Bill Gates í sumar Eflaust teljast hjónaskilnaðarfréttir Bill Gates til mun vinsælli frétta en bókaáhugi Gates. Gates birtir þó reglulega bókalista á bloggsíðunni sinni, með bókum sem hann mælir sérstaklega með. 18. júní 2021 07:00
Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30. apríl 2021 07:01
Ríkið innleiðir nýja stjórnendastefnu: Vilja hæfasta fólkið „Stjórnendur ríkisins eiga að búa yfir hæfni og þekkingu til að geta brugðist við sífellt flóknara starfsumhverfi og vinna að breytingum í samfélaginu. Sú hæfni sem lögð er til grundvallar í stefnunni eru leiðtogahæfileikar, áhersla á árangursmiðaða stjórnun, samskiptahæfni og heilindi sem er svo útfærð nánar í stefnunni,“ segir Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu um nýja stjórnendastefnu sem ríkið vinnur nú að því að innleiða. 14. apríl 2021 07:00