Telur líklegt að Saka byrji og Southgate stilli upp í 3-4-3 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 10:01 Southgate er mikill aðdáandi Saka. Marc Atkins/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic hefur stillt upp því sem hann telur líklegt byrjunarlið Englands í leiknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira