Liðin mætast í 16-liða úrslitunum í Búkarest í kvöld en Pogba hefur byrjað alla þrjá leiki Frakka í mótinu til þessa.
Pogba hefur hrifið Deschamps í leikjunum þremur sem er lokið í stjörnuprýddu liði Frakka.
„Paul er fullkominn miðjumaður. Hann hefur gæðin í þessar sendingar og það er hluti af hans leik,“ sagði Deschamps.
Frakkar voru í dauðariðlinum á mótinu en þeir voru í D-riðli ásamt Þýskalandi, Portúgal og Ungverjalandi.
„Þú verður að vera með réttu hreyfingarnar og hann er í frjálsri stöðu. Hans staða getur breyst og breytist í takt við aðrar stöður og staðsetningu aðra leikmanna.“
Hefst leikurinn klukkan 19.00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM.
Paul Pogba 'is a complete midfielder', hails Didier Deschamps https://t.co/gxXWx7M7Tx
— MailOnline Sport (@MailSport) June 28, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.