Nýjasta plata Hipsumhaps fjarlægð af Spotify vegna ágreinings Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júní 2021 13:11 Hipsumhaps gaf út sína aðra breiðskífu í maí. Fannar Ingi Friðjónsson samdi lögin og fjármagnaði upptöku plötunnar sjálfur. Það hefur vakið athygli aðdáenda hljómsveitarinnar Hipsumhaps að nýjasta plata þeirra, Lög síns tíma, hefur verið fjarlægð af streymisveitunni Spotify. Platan kom út í síðasta mánuði. „Platan er tímabundið niðri vegna ágreinings tveggja aðila sem þarf að leysa,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson annar forsprakki hljómsveitarinnar. Hann kveðst þó ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu, Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður hljómsveitarinnar, segir plötuna hafa verið fjarlægða vegna tilkynningar um höfundalagabrot sem barst Spotify. „Þá er verkferillinn hjá Spotify þannig að það efni sem er tilkynnt, það er bara tekið út á meðan það er verið að ráða fram úr því hvað sé rétt í þessu,“ segir Jón. Rifti samningnum Forsaga málsins er sú að hljómsveitin gerði samning við plötuútgáfuna Record Records. Jón segir þann samning hafa verið óhagstæðan og að hljómsveitin meti það svo að Record Records hafi vanefnt samninginn. Lífið sem mig langar í er líklega þekktasta lag Hipsumhaps. Sveitin flutti lagið ásamt stúlknakór á Hlustendaverðlaununum 2020. „Þá ákveður Fannar í rauninni að rifta samningnum sem honum er fullkomlega heimilt, af því hann á allan rétt á tónlistinni og hann hafði verið að veita þarna leyfi til þess að tónlistin yrði notuð til þess að dreifa plötunni. Með þessari riftun, þá fellur niður þetta leyfi og hann er þá bara eigandi af allri þessari tónlist.“ Í kjölfarið hafi Record Records sent inn tilkynningu um höfundalagabrot til Spotify. Jón segir Fannar Inga vera eiganda allrar tónlistar á plötunni. „Hann á lögin á henni og hann á upptökurnar. Hann fjármagnaði upptöku plötunnar algjörlega sjálfur. Þannig hann á öll réttindi á plötunni sem hægt er að tala um í höfundalagaskilningi.“ Segir útgáfu plötunnar ólöglega „Þetta er í rauninni mjög afdrifarík ákvörðun hjá einhverjum sem hafði bara samning um dreifingu tónlistarinnar sem búið er að rifta, að fara fram á að hún sé tekin út af streymisveitunni,“ segir Jón. Hann segist vona að málið leysist sem fyrst, það sé í vinnslu. „Það væri allra hagur að platan kæmi aftur inn á Spotify sem fyrst.“ Hér að neðan má heyra lagið Þjást sem er að finna á plötunni. Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi plötuútgáfunnar Record Records heldur því fram við Vísi að útgáfufyrirtæki hans eigi réttinn á plötunni. Hann segir þá útgáfu sem fór inn á Spotify ekki hafa verið komna frá Record Records og þar með sé hún ólögleg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Haraldur situr bæði í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda. Uppfært klukkan 16:53 Eins og segir að ofan vildi Haraldur lítið segja við Vísi um málið við gerð fréttarinnar, en eftir að fréttin birtist sendi Record Records frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið greinir frá sinni hlið á málinu. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Meikaða en þegar það var frumsýnt sagði Fannar að gerð plötunnar hefði verið fjármögnuð með sölu á auglýsingum í myndbandinu. Klippa: Hipsumhaps - Meikaða Tónlist Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Platan er tímabundið niðri vegna ágreinings tveggja aðila sem þarf að leysa,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson annar forsprakki hljómsveitarinnar. Hann kveðst þó ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu, Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður hljómsveitarinnar, segir plötuna hafa verið fjarlægða vegna tilkynningar um höfundalagabrot sem barst Spotify. „Þá er verkferillinn hjá Spotify þannig að það efni sem er tilkynnt, það er bara tekið út á meðan það er verið að ráða fram úr því hvað sé rétt í þessu,“ segir Jón. Rifti samningnum Forsaga málsins er sú að hljómsveitin gerði samning við plötuútgáfuna Record Records. Jón segir þann samning hafa verið óhagstæðan og að hljómsveitin meti það svo að Record Records hafi vanefnt samninginn. Lífið sem mig langar í er líklega þekktasta lag Hipsumhaps. Sveitin flutti lagið ásamt stúlknakór á Hlustendaverðlaununum 2020. „Þá ákveður Fannar í rauninni að rifta samningnum sem honum er fullkomlega heimilt, af því hann á allan rétt á tónlistinni og hann hafði verið að veita þarna leyfi til þess að tónlistin yrði notuð til þess að dreifa plötunni. Með þessari riftun, þá fellur niður þetta leyfi og hann er þá bara eigandi af allri þessari tónlist.“ Í kjölfarið hafi Record Records sent inn tilkynningu um höfundalagabrot til Spotify. Jón segir Fannar Inga vera eiganda allrar tónlistar á plötunni. „Hann á lögin á henni og hann á upptökurnar. Hann fjármagnaði upptöku plötunnar algjörlega sjálfur. Þannig hann á öll réttindi á plötunni sem hægt er að tala um í höfundalagaskilningi.“ Segir útgáfu plötunnar ólöglega „Þetta er í rauninni mjög afdrifarík ákvörðun hjá einhverjum sem hafði bara samning um dreifingu tónlistarinnar sem búið er að rifta, að fara fram á að hún sé tekin út af streymisveitunni,“ segir Jón. Hann segist vona að málið leysist sem fyrst, það sé í vinnslu. „Það væri allra hagur að platan kæmi aftur inn á Spotify sem fyrst.“ Hér að neðan má heyra lagið Þjást sem er að finna á plötunni. Haraldur Leví Gunnarsson, eigandi plötuútgáfunnar Record Records heldur því fram við Vísi að útgáfufyrirtæki hans eigi réttinn á plötunni. Hann segir þá útgáfu sem fór inn á Spotify ekki hafa verið komna frá Record Records og þar með sé hún ólögleg. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Haraldur situr bæði í stjórn Félags hljómplötuframleiðenda, hagsmunasamtaka fyrirtækja í hljómplötuútgáfu á Íslandi, og í stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, sem er innheimtusamtök tónlistaflytjenda og plötuframleiðenda. Uppfært klukkan 16:53 Eins og segir að ofan vildi Haraldur lítið segja við Vísi um málið við gerð fréttarinnar, en eftir að fréttin birtist sendi Record Records frá sér tilkynningu þar sem fyrirtækið greinir frá sinni hlið á málinu. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Meikaða en þegar það var frumsýnt sagði Fannar að gerð plötunnar hefði verið fjármögnuð með sölu á auglýsingum í myndbandinu. Klippa: Hipsumhaps - Meikaða
Tónlist Höfundarréttur Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44 „Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hipsumhaps gefur út nýja plötu Önnur breiðskífa Hipsumhaps er komin út ber heitið Lög síns tíma. Um er að ræða samtímaverk sem að hefur verið í vinnslu frá því að samkomubannið var sett á í mars á síðasta ári 31. maí 2021 09:44
„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. 12. apríl 2021 22:01
Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30