Fimm greindust utan sóttkvíar um helgina Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2021 10:59 Rúmlega 6.600 manns hafa greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Alls greindust fimm með kórónuveiruna innanlands utan sóttkvíar á föstudag og laugardag. Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Smitin eru þau fyrstu sem greinast innanlands frá 15. júní, en einn greindist á föstudag og fjórir á laugardag. Enginn greindist innanlands í gær, sunnudag. Síðan er nú einungis uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Samkvæmt upplýsingum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarna, er um að ræða fólk sem greindist í svokallaðri vottorðaskimun. Von er á tilkynningu frá almannavörnum eins og venjulega þegar um er að ræða smit utan sóttkvíar. Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli. Fjölmargir lögðu leið sína á barina um helgina eftir að tilkynnt á föstudag að öllum samkomutakmörkunum hafi verið aflétt. Hafi einhverjir smitast um helgina á það ekki eftir að koma fram í tölunum fyrr en eftir einhverja daga. Í einangrun eru nú 23, en þeir voru tólf á fimmtudag. Í sóttkví er 111, en voru 78 á fimmtudag. 1823 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, sami fjöldi og var í síðustu viku. 177.540 eru nú fullbólusettir hér á landi, 60,1 prósent íbúa sextán ára og eldri, og er bólusetning hafin hjá 81.312 til viðbótar, eða 27,5 prósent íbúa sextán ára og eldri. Alls voru tekin 84 einkennasýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og Íslenskri erfðagreiningu í gær. Þá voru 4.277 sýni tekin á landamærunum eða í seinni landamæraskimun og 539 í svokallaðri sóttkvíar- og handahófsskimun. 6.646 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í febrúar á síðasta ári. Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru þrjátíu látin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Tilkynning frá almannavörnum: Nokkur erill var um helgina hjá smitrakningarteymi almannavarna þar sem nokkrir ferðamenn greindust með COVID-19 smit, bæði á landamærum og í skimun vegna vottorða (á leið út úr landi). Hluti af þessum hóp greinist í skimun á leið út úr landi og því teljast þau smit sem innanlandssmit. Í þeim tilfellum sem upp komu um helgina voru um 20 manns sem bættust við hópinn sem er í sóttkví á Íslandi. Rakningarteymið heldur áfram að rekja öll þau smit sem upp koma á landinu. Svo virðist sem ekki allir átti sig á að þrátt fyrir breytingarnar um helgina þá gilda sömu reglur og áður og því er ítrekað að þrátt fyrir að samkomutakmörkunum hafi verið aflétt innanlands þá gilda sömu reglur um sóttkví og einangrun ef einstaklingur er með COVID-19 smit. Allir geta ennþá farið í sóttkví/einangrun, einnig bólusettir einstaklingar. Verið er að breyta þeim reglum og verða þær kynntar þegar það gerist. Næstkomandi fimmtudag verður hætt að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Einnig verður hætt að skima börn fyrir COVID-19 við komuna til landsins. Höldum áfram einstaklingsbundnum sóttvörnum, þær skipta máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira