Vonast til að kvenkyns leikmenn verði jákvæðari út í kvendómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 11:31 Kvendómurum er alltaf að fjölga sem er mjög jákvætt fyrir fótboltann. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands er í herferð að fjölga konum í hreyfingunni og þá sérstaklega konum sem eru í öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni en að vera leikmenn. KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
KSÍ hefur þannig gefið út myndbönd þar sem rætt er við þrjár konur sem eru virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni og segja þær frá sínu starfi og sinni reynslu af því að vera konur í fótbolta. „Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns. Þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta og hvetur KSÍ konur til að ganga til liðs við knattspyrnuhreyfinguna og hefja störf - sem þjálfarar eða dómarar, sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar félaga, og til að vera virkir þátttakendur í knattspyrnuhreyfingunni,“ segir í frétt um herferðina á heimasíðu sambandsins. Konurnar sem segja frá sínum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni eru Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, sem er framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH í Hafnarfirði, Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter sem starfar við þjálfun hjá Hetti á Egilsstöðum og Bergrós Lilja Unudóttir sem er KSÍ-dómari. „Að vera kona innan knattspyrnuhreyfingarinnar í dag verður alltaf einfaldara og einfaldara en persónulega finnst mér þetta allt vera að breytast. Ég horfi björtum augum á það að með því að fleiri konur koma inn í starfið þá verður ekkert sem heitir hérna karlahreyfing,“ sagði Hildur Jóna Þorsteinsdóttir. „Mér hefur aldrei fundist ég eitthvað minni máttar eða spáð í því hverjir eru í kringum mig. Mér finnst ekkert mál að þjálfa stráka. Ég held að þetta sér bara svolítið hvernig einstaklingur þú ert, hvernig þú nærð til krakkanna sem þú ert að þjálfa. Konuþjálfarar geta þetta alveg eins og karlaþjálfarar. Það er bara spurning hvernig þú nálgast starfið þitt,“ sagði Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter. „Það að vera kona sem dómari það er alveg krefjandi. Maður finnur fyrir því að maður þarf að sanna sig. En að sama skapi þá eru þetta ákveðin forréttindi. Eftir því sem að við dæmum lengur kvenmennirnir og eftir því sem koma fleiri að þá vona ég að álit annarra, sérstaklega kvenleikmanna, muni breytast í jákvæðara viðhorf,“ sagði Bergrós Lilja Unudóttir. Það má sjá brot úr viðtölunum við þær þrjár hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira