Heyrt margt verra frá Mourinho: „Augljóslega með mig á heilanum“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 08:00 Luke Shaw gekk illa að festa sig í sessi í liði United undir stjórn Jose Mourinho en hefur verið helsti vinstri bakvörður liðsins síðan Ole Gunnar Solskjær tók við því og átti mjög gott tímabil í vetur. EPA/PETER POWELL Luke Shaw segir að hann og liðsfélagar hans í enska landsliðinu eigi bágt með að skilja hversu áfjáður José Mourinho sé í að setja út á Shaw. Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Shaw hefur verið á uppleið síðustu tvö og hálft ár eftir að Mourinho var rekinn frá Manchester United. Arftaki Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, hefur lagt traust á hinn 25 ára gamla Shaw sem Mourinho virðist hafa lagt í hálfgert einelti hjá United. Mourinho er ekki hættur að setja út á Shaw því þó að portúgalski stjórinn sé nú tekinn við Roma, eftir að hafa stýrt Tottenham í 18 mánuði, þá nýtti hann tækifærið sem álitsgjafi hjá Talksport til að gagnrýna bakvörðinn. Mourinho sagði að sendingar Shaw úr föstum leikatriðum væru „hrikalega lélegar“ eftir sigur Englands á Tékklandi á EM. Shaw hefur byrjað síðustu tvo leiki Englands á mótinu og gæti verið í liðinu sem mætir Þýskalandi í stórleiknum í 16-liða úrslitum annað kvöld. Liðsfélagarnir undrandi á Mourinho „Hann er augljóslega með mig á heilanum,“ sagði Shaw aðspurður um gagnrýni Mourinho. „Því er ekki að leyna að okkur samdi ekki. Ég held að hann hafi verið afar fær knattspyrnustjóri en, þið vitið, hið liðna tilheyrir fortíðinni. Það er tímabært að líta fram á við. Ég er að reyna að gera það en hann getur það augljóslega ekki,“ sagði Shaw og segir liðsfélaga sína furða sig á hátterni Mourinho. „Hann heldur alltaf áfram að tala um mig, sem mér finnst undarlegt. Sumir af strákunum hafa spurt „hvað er að hrjá hann?“ og „af hverju heldur hann áfram að tala?“ Hann þarf bara að snúa sér að öðru,“ sagði Shaw. „Það sem hann er að segja núna er ekkert í samanburði við það sem var áður fyrr, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég er þó alveg kominn yfir það núna. Ég hef þroskast mikið. Ég lærði mikið á þessum þremur árum hjá honum. Ég á auðvelt með það núna að hundsa hann og jafnvel hlæja að þessu. En það er betra að ég hundsi þetta og haldi áfram með mitt líf,“ sagði Shaw. Næst á dagskrá í því lífi er stórleikurinn við Þýskaland á morgun. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira