Fjórir á land við opnun Selár Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 09:11 Selá er ein af ánum sem er einna síðust að opna en veiði hófst í ánni í gær sem var ansi vatnsmikil eftir snjóbráð síðustu daga. Það var nokkuð hvasst eins og víða á landinu en veiðimenn við Selá sluppu þó við það veður sem gekk yfir á vestur og víða á norðurlandi sem gerði veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Það var nokkuð hlýtt og glampandi sól við opnunardaginn sem var alveg ljómandi góður. Fyrsti laxinn kom fljótlega á land á Sundlaugarbreiðu. Þaðan lá leiðin upp í fosshyl og þar veiddust tveir til viðbótar. Sá fjórði kom svo nokkru síðar í Efri sundlaugarhyl. Allt voru þetta vel haldnir tveggja ára fiskar, nýgengnir og lúsugir, á bilinu 79-85cm. Vel gert miðað við aðstæður, en mjög mikið vatn er í ánni og snjóbráð. Meðfylgjandi er mynd af Jim Ratcliffe og fjölskyldu sem opnuðu Selá í gærmorgun. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði
Það var nokkuð hvasst eins og víða á landinu en veiðimenn við Selá sluppu þó við það veður sem gekk yfir á vestur og víða á norðurlandi sem gerði veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Það var nokkuð hlýtt og glampandi sól við opnunardaginn sem var alveg ljómandi góður. Fyrsti laxinn kom fljótlega á land á Sundlaugarbreiðu. Þaðan lá leiðin upp í fosshyl og þar veiddust tveir til viðbótar. Sá fjórði kom svo nokkru síðar í Efri sundlaugarhyl. Allt voru þetta vel haldnir tveggja ára fiskar, nýgengnir og lúsugir, á bilinu 79-85cm. Vel gert miðað við aðstæður, en mjög mikið vatn er í ánni og snjóbráð. Meðfylgjandi er mynd af Jim Ratcliffe og fjölskyldu sem opnuðu Selá í gærmorgun.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði Tröllvaxnir þorskar að veiðast á sundunum við Reykjavík Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði