„Ég hef aldrei unnið neitt áður. Ekki í yngri flokkum og ekki í meistaraflokki. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Styrmir.
Þorlákshöfn er ekki stórt félag á landsvísu en Styrmir sagði það gera þetta enn sætara.
„Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Þetta er svo stórt fyrir lítið bæjarfélag. Það eru bókstaflega allir í stúkunni.“
Styrmir var stífdekkaður í síðari hálfleik en náði samt að setja mark sitt á leikinn. Aðspurður sagði hann málið vera einfalt.
„Ég skeit í Keflavík í síðasta leik, svo fór ég og hugsaði minn gang. Svo átti ég lélegan fyrri hálfleik en svo kom þetta bara.“