Kaffispjall, göngutúr eða út að borða á fyrsta stefnumóti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. júní 2021 20:13 Flestir segjast kjósa kaffispjall, göngutúr eða út að borða á fyrsta stefnumóti. Getty Hver ætli sé besti vettvangurinn til að hitta manneskju í fyrsta skipti á stefnumóti? Manneskju sem að þú þekkir jafnvel ekki neitt og hefur aldrei séð áður. Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaforrita er meira um það að fólk, sem aldrei hefur hist, ákveði að hittast og sjá hvort að einhver neisti kvikni. Áður fyrr kynntist fólk meira í gegnum sameiginlega vini, skóla eða vinnustaði en á síðustu árum hefur stefnumótamenningin þróast hratt. Þetta hefðbundna stefnumót, að hittast úti að borða, er kannski ekki alltaf besta hugmyndin þegar fólk hefur aldrei hist áður og einungis spjallað stuttlega á netinu. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvernig þeir sæju fyrir sér drauma fyrsta stefnumótið og tóku rúmlega þrettán hundruð manns þátt í könnuninni. Flestir svöruðu því að göngutúr eða kaffispjall væri besti kosturinn á meðan aðeins 3% sögðust vilja fara á einhvern menningarviðburð eins og tónleika, bíó eða listasýningu. Niðurstöður*: Fara saman í göngutúr - 24% Hittast í kaffi - 23% Fara saman út að borða - 20% Hittast í happy hour - 16% Fara saman í keilu, pílu eða pool - 12% Fara saman á einhvern viðburð (íþrótta, tónlistar eða menningar) - 2% Fara saman í sund - 3% Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Handjárna-tímabilið er hafið Makamál Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Makamál Einhleypan: Guinnes heimsmethafi og ævintýrakona sem þolir ekki fullorðishluti Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Flestir vilja ljósin kveikt þegar þeir stunda kynlíf Makamál Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Makamál Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Makamál
Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaforrita er meira um það að fólk, sem aldrei hefur hist, ákveði að hittast og sjá hvort að einhver neisti kvikni. Áður fyrr kynntist fólk meira í gegnum sameiginlega vini, skóla eða vinnustaði en á síðustu árum hefur stefnumótamenningin þróast hratt. Þetta hefðbundna stefnumót, að hittast úti að borða, er kannski ekki alltaf besta hugmyndin þegar fólk hefur aldrei hist áður og einungis spjallað stuttlega á netinu. Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis hvernig þeir sæju fyrir sér drauma fyrsta stefnumótið og tóku rúmlega þrettán hundruð manns þátt í könnuninni. Flestir svöruðu því að göngutúr eða kaffispjall væri besti kosturinn á meðan aðeins 3% sögðust vilja fara á einhvern menningarviðburð eins og tónleika, bíó eða listasýningu. Niðurstöður*: Fara saman í göngutúr - 24% Hittast í kaffi - 23% Fara saman út að borða - 20% Hittast í happy hour - 16% Fara saman í keilu, pílu eða pool - 12% Fara saman á einhvern viðburð (íþrótta, tónlistar eða menningar) - 2% Fara saman í sund - 3% Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Mest lesið Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Handjárna-tímabilið er hafið Makamál Bone-orðin 10: „Kynorkan er lífsorkan okkar“ Makamál Einhleypan: Guinnes heimsmethafi og ævintýrakona sem þolir ekki fullorðishluti Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Flestir vilja ljósin kveikt þegar þeir stunda kynlíf Makamál Matarást: Kjötmeira pasta fyrir kjötkallinn minn Makamál „Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Makamál Vala Eiríks: „Ást er fallegasta aflið í heiminum” Makamál Hjálmar Örn: „Ást er aukavinna, en þú getur fengið vel útborgað“ Makamál