Ofnæmi eyðilagði tímabilið fyrir silfurmanni síðustu heimsleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 14:31 Samuel Kwant er æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur en þau sjást hér fá fyrirmæli frá þjálfara sínum Ben Bergeron. Bæði unnu silfur á síðustu heimsleikum. Instagram/@samuelkwant Æfingafélagi Katrínar Tönju Davíðsdóttur, sem vann silfurverðlaun eins og hún á síðustu heimsleikum, tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum á dögunum. Nú vitum við meira um ástæðuna fyrir því að Samuel Kwant náði sér ekki á strik í undanúrslitunum. Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka. CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Á komandi heimsleikum í CrossFit verða hvorki heimsmeistarinn Matthew Fraser eða silfurmaðurinn Samuel Kwant frá leikunum í fyrra. Fraser hætti eftir fimmta heimsmeistaratitilinn en Kwant náði ekki einu af þeim sætum sem skiluðu farseðli á heimsleikana í lok júlí. Comptrain, heimavöllur Katrínar Tönju og Samuel Kwant, útskýrði betur hvað gerðist fyrir Samuel Kwant í undanúrslitunum en hann keppti á Mid-Atlantic CrossFit Challenge. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Kwant lenti í því að fá alvarleg ofnæmisviðbrögð í keppnisvikunni og losnaði aldrei við þau. Það gæti talist verið léleg afsökun að kenna ofnæmi um slæmt gengi hjá sér en þetta er ekkert venjulegt ofnæmi sem Kwant var að glíma við. Kwant lenti því að líkaminn hans fór að bregðast við ógn af mikilli hörku en skoraði í raun sjálfsmark, fór í það að vinna gegn eigin líkama. Blóðþrýstingurinn hans féll, öndurnavegurinn þrengdist og hann átti erfitt með að anda. Ekki beint það sem CrossFit maður þarf á að halda í mjög harði keppni. Allt byrjaði þetta tveimur dögum fyrir keppnina en þá vaknaði Sam með mikinn kláða og bólgna rauða húð. „Ég hóstaði og hóstaði og mér leið eins og það væri eitthvað í kokinu á mér,“ sagði Samuel Kwant. „Ég hafði aldrei lenti í einhverju svona áður,“ sagði Kwant og þjálfarinn hans keyrði hann upp á spítala. View this post on Instagram A post shared by Sam Kwant (@samuelkwant) Samuel Kwant þrjóskaðist samt við og hætti ekki við að keppa í undanúrslitunum. „Þar til á sunnudeginum þá hafði ég enn trú á því að ég ætti möguleika,“ sagði Kwant en hann var hins vegar alveg kraftlaus á lokadeginum. Samuel hafði aldrei lent í svona alvarlegum ofnæmisviðbrögðum áður en hann hafði engu að síður verið að glíma við vandamál þessu tengdu síðan 2017. Nú er tímabilið búið hjá honum og algjört forgangsatriði hjá honum að leita sér lækninga svo að svona gerist ekki aftur. „Þetta gæti hafa verið það besta sem kom fyrir mig,“ sagði Samuel Kwant sem ætlar að taka á þessu vandamáli og koma enn sterkari til baka.
CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga