Laporte, Forsberg og Ronaldo í liði riðlakeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2021 07:01 Ronaldo er að sjálfsögðu fremsti maður í liði mótsins til þessa. Robert Michael/Getty Images UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur birt lið riðlakeppni EM. Aymeric Laporte er í hjarta varnarinnar, Emil Forsberg á vinstri vængnum og Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu. Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira