Reglan um mörk á útivelli afnumin Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 13:34 Mörk á útivelli gilda alveg jafnmikið og mörk á heimavelli þegar Valsmenn mæta Dinamo Zagreb í júlí. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að búið sé að afnema regluna um útivallamörk í öllum keppnum á vegum sambandsins. Það þýðir að mörk á útivelli telja alveg jafnmikið og mörk á heimavelli í Meistaradeild Evrópu og öðrum Evrópukeppnum. Reglan um útivallamörk þýddi að ef að lið mættust í tveggja leikja einvígi, og skoruðu samtals jafnmörg mörk í einvíginu, þá var það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli úrskurðað sigurvegari. Aðeins ef að báðir leikir enduðu með nákvæmlega eins úrslitum, til að mynda jafntefli eða 1-0 sigri heimaliðs, var gripið til framlengingar. Frá og með þessu sumri verður hins vegar gripið til framlengingar í hvert sinn sem að liðin skora samtals jafnmörg mörk í tveggja leikja einvígum. Þetta mun til að mynda gilda fyrir íslensku liðin sem leika í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Miðað við breyttar reglur er það því svo til dæmis að ef að Valsmenn tapa 2-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu en vinna 3-1 á Hlíðarenda verður gripið til framlengingar. Ef að liðin skora ekkert mark í framlengingunni, eða jafnmörg mörk, verður svo gripið til vítaspyrnukeppni. Reglubreytingarnar varða líka riðlakeppnir. Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum og með sömu innbyrðis markatölu þá skiptir ekki lengur máli hvaða lið skoraði flest mörk á útivelli heldur ræður þá heildarmarkatala liðanna stöðu þeirra. Ef að heildarmarkatala er sú sama ræður hins vegar fjöldi skoraðra marka á útivelli lokastöðu liðanna. Breytingarnar nár eins og fyrr segir til allra keppna á vegum UEFA, hjá körlum og konum. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Reglan um útivallamörk þýddi að ef að lið mættust í tveggja leikja einvígi, og skoruðu samtals jafnmörg mörk í einvíginu, þá var það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli úrskurðað sigurvegari. Aðeins ef að báðir leikir enduðu með nákvæmlega eins úrslitum, til að mynda jafntefli eða 1-0 sigri heimaliðs, var gripið til framlengingar. Frá og með þessu sumri verður hins vegar gripið til framlengingar í hvert sinn sem að liðin skora samtals jafnmörg mörk í tveggja leikja einvígum. Þetta mun til að mynda gilda fyrir íslensku liðin sem leika í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Miðað við breyttar reglur er það því svo til dæmis að ef að Valsmenn tapa 2-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu en vinna 3-1 á Hlíðarenda verður gripið til framlengingar. Ef að liðin skora ekkert mark í framlengingunni, eða jafnmörg mörk, verður svo gripið til vítaspyrnukeppni. Reglubreytingarnar varða líka riðlakeppnir. Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum og með sömu innbyrðis markatölu þá skiptir ekki lengur máli hvaða lið skoraði flest mörk á útivelli heldur ræður þá heildarmarkatala liðanna stöðu þeirra. Ef að heildarmarkatala er sú sama ræður hins vegar fjöldi skoraðra marka á útivelli lokastöðu liðanna. Breytingarnar nár eins og fyrr segir til allra keppna á vegum UEFA, hjá körlum og konum.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira