NBA dagsins: Var ekki í deildinni fyrir ári en átti sinn besta leik á ferlinum í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 16:01 Cameron Payne skorar tvö af 29 stigum sínum gegn Los Angeles Clippers í nótt. getty/Christian Petersen Phoenix Suns er komið í 2-0 í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 104-103, í leik liðanna í nótt. Deandre Ayton skoraði sigurkörfu Phoenix þegar hann tróð boltanum viðstöðulaust ofan í eftir innkast. Ayton skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst og Devin Booker var með tuttugu stig. Stigahæsti leikmaður Phoenix í leiknum var hins vegar Cameron Payne. Hann hefur fengið stórt hlutverk í fjarveru í Chris Paul og átti sennilega sinn besta leik á ferlinum í nótt. Payne skoraði 29 stig, sem er persónulegt met, gaf níu stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei. Hann lék einnig vel í fyrsta leiknum gegn Clippers og var þá með ellefu stig og níu stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins 23. júní Ekki er langt síðan hinn 26 ára Payne var ekki í NBA. Hann spilaði í Kína og í G-deildinni áður en Phoenix samdi við hann fyrir leikina í búbblunni í Flórída þar sem síðasta tímabil var klárað. Payne stóð sig vel í búbblunni og hefur skilað sínu á þessu tímabili. Í deildarkeppninni var Payne með 8,4 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og 44 prósent þriggja stiga nýtingu. Í úrslitakeppninni er hann með 11,8 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Oklahoma City Thunder valdi Payne í nýliðavalinu 2015 en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu. Hann fór svo til Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers áður en hann datt út úr deildinni. Núna er hann hins vegar búinn að finna sinn samastað hjá Phoenix sem er aðeins tveimur sigrum frá því að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Phoenix og Clippers í nótt auk viðtals við Ayton. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Deandre Ayton skoraði sigurkörfu Phoenix þegar hann tróð boltanum viðstöðulaust ofan í eftir innkast. Ayton skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst og Devin Booker var með tuttugu stig. Stigahæsti leikmaður Phoenix í leiknum var hins vegar Cameron Payne. Hann hefur fengið stórt hlutverk í fjarveru í Chris Paul og átti sennilega sinn besta leik á ferlinum í nótt. Payne skoraði 29 stig, sem er persónulegt met, gaf níu stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei. Hann lék einnig vel í fyrsta leiknum gegn Clippers og var þá með ellefu stig og níu stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins 23. júní Ekki er langt síðan hinn 26 ára Payne var ekki í NBA. Hann spilaði í Kína og í G-deildinni áður en Phoenix samdi við hann fyrir leikina í búbblunni í Flórída þar sem síðasta tímabil var klárað. Payne stóð sig vel í búbblunni og hefur skilað sínu á þessu tímabili. Í deildarkeppninni var Payne með 8,4 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og 44 prósent þriggja stiga nýtingu. Í úrslitakeppninni er hann með 11,8 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Oklahoma City Thunder valdi Payne í nýliðavalinu 2015 en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu. Hann fór svo til Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers áður en hann datt út úr deildinni. Núna er hann hins vegar búinn að finna sinn samastað hjá Phoenix sem er aðeins tveimur sigrum frá því að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Phoenix og Clippers í nótt auk viðtals við Ayton. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30