Í þáttunum Allskonar kynlíf er bókstaflega allt er rætt. Ísland í dag hitti Siggu Dögg og kynnti sér þessa nýju þætti.
„Við fjöllum um mál sem að fólk virðist oft stopp á, eins og nekt. Að spyrja fólk út í nekt af því að það er enginn staður á Íslandi sem leyfir nekt.“
Opinská umræða
Sigga Dögg segir mikilvægt að ræða nektina, af því að grunnurinn í kynlífi flestra er að vera nakinn.
„Ég var meira að segja nakin í þættinum. Ég tók fjölskyldufund og þau héldu að ég væri dauðvona.“

Allskonar kynlíf eru fræðslu- og skemmtiþættir þar sem kynfræðingurinn hefur með sér aðstoðarmanninn AHD Tamimi. Sigga Dögg að tækla alls konar mál tengd kynlífi. Meðal annars er talað um fyrsta skiptið, smokka og svo fara þau í alls konar vettvangsferðir, meðal annars á húð og kyn. Talað er við sérfræðinga og þjóðþekktir einstaklingar opna sig upp á gátt.
„Þetta er bara ótrúlega opinská umræða um kynlíf og fullnægingar.“
Sigga Dögg gerir mót af píku fyrir þættina og segist hafa rætt við þá sem vinna að þáttunum, til þess að fara ekki yfir þeirra mörk með nekt sinni.
„Þetta er bara kynfæri, þetta er bara hluti af mér, þetta er ekkert sem ég þarf að skammast mín fyrir.“
Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.