Þetta fullyrðir danski miðillinn B.T. og segir að Frey sé ætlað að koma Lyngby upp í úrvalsdeild á ný eftir að liðið féll þaðan í vor.
Freyr tekur við Lyngby af Carit Falch sem tók við Vejle fyrir tveimur vikum.
Freyr var síðast aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi í Katar en þeir hættu með liðið í maí.
Freyr, sem er 38 ára gamall, var áður aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins eftir að hafa stýrt kvennalandsliðinu um fimm ára skeið. Hann hefur einnig þjálfað karlalið Leiknis R. og kvennalið Vals.