Neymar fer ekki til Tókýó - Dani Alves getur bætt 43. titlinum í safnið Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:31 Alves verður fyrirliði þeirra brasilísku á Ólympíuleikunum í Tókýó. Getty Images/Michael Reaves Brasilíski landsliðshópurinn í fóbolta fyrir komandi Ólympíuleika var tilkynntur í dag. 18 leikmenn manna hópinn, þar af þrír sem eru eldri en 23 ára. Enginn þeirra leikmanna sem er í landsliðshópi Brasilíu sem tekur nú þátt í Suður-Ameríkukeppninni, Copa América, fer með til Japan í ágúst. Neymar, Roberto Firmino, Casemiro og fleiri góðir láta því yfirstandandi keppni í Brasilíu sér duga. Þeir þrír sem eru yfir 23 ára aldri í hópi þeirra brasilísku eru Santos, markvörður Atlético Paranense, Diego Carlos, miðvörður Sevilla, og goðsögnin Daniel Alves, sem leikur með São Paulo. Alves er 38 ára gamall og er sigursælasti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur unnið 38 titla með félagsliðum, þar af 24 með Barcelona á Spáni, og fjóra með brasilíska landsliðinu; Copa América 2007 og 2019 og Álfukeppnina 2009 og 2013. Alves sækist eftir 43. titlinum seinna í sumar þar sem hann mun leiða brasilíska liðið sem fyrirliði á mótinu. Þónokkrir leikmenn í Evrópuboltanum má finna í brasilíska hópnum fyrir mótið. Þar má nefna Gabriel Magalhães (Arsenal), Douglas Luiz (Aston Villa), Bruno Guimarães (Lyon), Antony (Ajax), Malcom (Zenit), Matheus Cunha (Hertha Berlín), og Paulinho (Bayer Leverkusen). Stærsta nafnið sem hvorki er í hópnum í Suður-Ameríkukeppninni né á meðal Ólympíufara er eflaust Phillippe Coutinho, leikmaður Barcelona, sem hefur verið á snarpri niðurleið eftir brottför sína frá Liverpool á Englandi árið 2018. Þá var ekki heldur pláss fyrir hinn tvítuga Rodrygo, leikmann Real Madrid, í Ólympíuhópnum en liðsfélagi hans Vinicíus Júnior er með landsliðinu á Copa América. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Enginn þeirra leikmanna sem er í landsliðshópi Brasilíu sem tekur nú þátt í Suður-Ameríkukeppninni, Copa América, fer með til Japan í ágúst. Neymar, Roberto Firmino, Casemiro og fleiri góðir láta því yfirstandandi keppni í Brasilíu sér duga. Þeir þrír sem eru yfir 23 ára aldri í hópi þeirra brasilísku eru Santos, markvörður Atlético Paranense, Diego Carlos, miðvörður Sevilla, og goðsögnin Daniel Alves, sem leikur með São Paulo. Alves er 38 ára gamall og er sigursælasti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur unnið 38 titla með félagsliðum, þar af 24 með Barcelona á Spáni, og fjóra með brasilíska landsliðinu; Copa América 2007 og 2019 og Álfukeppnina 2009 og 2013. Alves sækist eftir 43. titlinum seinna í sumar þar sem hann mun leiða brasilíska liðið sem fyrirliði á mótinu. Þónokkrir leikmenn í Evrópuboltanum má finna í brasilíska hópnum fyrir mótið. Þar má nefna Gabriel Magalhães (Arsenal), Douglas Luiz (Aston Villa), Bruno Guimarães (Lyon), Antony (Ajax), Malcom (Zenit), Matheus Cunha (Hertha Berlín), og Paulinho (Bayer Leverkusen). Stærsta nafnið sem hvorki er í hópnum í Suður-Ameríkukeppninni né á meðal Ólympíufara er eflaust Phillippe Coutinho, leikmaður Barcelona, sem hefur verið á snarpri niðurleið eftir brottför sína frá Liverpool á Englandi árið 2018. Þá var ekki heldur pláss fyrir hinn tvítuga Rodrygo, leikmann Real Madrid, í Ólympíuhópnum en liðsfélagi hans Vinicíus Júnior er með landsliðinu á Copa América.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira