Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:30 Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Emmu Tall sem var búin að fagna sæti á heimsleikunum. Instagram/@emmtall CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019. CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019.
CrossFit Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti