Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 11:17 Ólafur Ólafsson. vísir/vilhelm Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Ólafur Ólafsson kærði íslenska ríkið fyrir brot gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar efnahagshrunsins. Ólafur byggði málatilbúnað sinn á því að rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003 hefði verið ígildi sakamálarannsóknar. Réttur sakbornings í sakamálarannsókn er rýmri en réttur þess sem rannsakaður er í almennri rannsókn. Mannréttindadómstóllinn hafnaði málatilbúnaði Ólafs með afgerandi hætti. Kæran var lögð fram árið 2017 í kjölfar birtingu niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kjartan Björgvinsson héraðsdómari, sem gegndi formennsku nefndarinnar, fagnar niðurstöðu dómstólsins. Hann segir að hefði niðurstaðan verið kæranda í hag hefði Alþingi misst það mikilvæga úrræði sem rannsóknarnefndir eru. „Hún hefur fyrst og fremst þá þýðingu að rannsóknarnefndir, af því tagi sem starfa á Íslandi, geta starfað áfram með óbreyttum hætti. Kæran gekk út á það að nefndin hafi verið að álykta eitthvað um refsiverða háttsemi og þetta hafi raun verið ígildi sakamálarannsóknar. Dómstóllinn hafnar því með afgerandi hætti,“ segir Kjartan um þýðingu niðurstöðu dómstólsins í samtali við fréttastofu. Hefði bakað ríkinu bótaskyldu Kjartan segir niðurstöðuna mikilvæga enda hefði þurft að endurskoða allt verklag og fyrirkomulag rannsóknarnefnda Alþingis, hefði hún farið á annan veg. Það hefði gert tilvist rannsóknarskýrsla á borð við þá sem gerð var um fall stóru viðskiptabankanna þriggja ómögulega. Aðspurður segir Kjartan jafnframt að þeir sem fjallað hefur verið um í rannsóknarskýrslum hefðu mögulega öðlast rétt til skaðabóta úr hendi ríkisins, hefði dómurinn fallið með Ólafi. Aðvörun til stjórnvalda „Ég dreg þá ályktun að líta megi á ákvörðunina, sem einungis var tekin af þremur dómurum, sem aðvörun til íslenskra stjórnvalda að til staðar hafi verið alvarleg álitamál hvað mannréttindasáttmálann varðar, en einnig að til staðar hafi verið lagaleg úrræði sem ekki var látið á reyna. Kvörtunin er því ekki tekin til meðferðar. Í mínum huga er enginn vafi á að brotið hafi verið á rétti Ólafs til friðhelgi einkalífs og ætlaðs sakleysis,“ segir Tyge Trier, lögmaður Ólafs í málinu. Að fenginni þessari niðurstöðu liggur fyrir Ólafi að meta hvort hann kjósi að höfða mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum vegna framgöngu Rannsóknarnefndar Alþingis. „Ég mun meta þessa niðurstöðu, en áhugi minn á að reka mál fyrir íslenskum dómstólum er lítill að fenginni reynslu og tímanum sjálfsagt betur varið til uppbyggilegri mála,“ segir Ólafur Ólafsson.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Tengdar fréttir Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Í raun refsing án dóms og laga Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, hefur kallað eftir svörum frá stjórnvöldum í tengslum við kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2017 um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 7. október 2019 06:15