Bjargráður verður græddur í Eriksen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 10:08 Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18
England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30