Íslensk-frönsk veforðabók opin öllum endurgjaldslaust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2021 11:54 Vigdís Finnbogadóttir fagnaði níutíu ára afmæli sínu í fyrra. Hún opnar bókina í dag. Vísir/Vilhelm Ný íslensk-frönk veforðabók verður öllum aðgengileg frá og með deginum í dag og það endurgjaldslaust. Lexía inniheldur fimmtíu þúsund uppflettiorð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá franska sendiráðinu. Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar síðdegis í dag. Vigdís Finnbogadóttir mun opna bókina og Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, eru meðal þeirra sem flytja ávarp við opnunina. Lexía er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM). Þórdís Úlfarsdóttir, sérfræðingur hjá SÁM, er aðalritstjóri íslenska orðabókargrunnsins og Rósa Elín Davíðsdóttir, orðabókafræðingur við SVF, er ritstjóri franska hluta hennar. Aðrir í ritstjórn orðabókarinnar eru François Heenen, Jean-Christophe Salaün og Ólöf Pétursdóttir. Gerð orðabókarinnar á sér aðdraganda aftur til ársins 1983 þegar íslensk og frönsk stjórnvöld undirrituðu samkomulag um að efla samvinnu landanna á sviði menningar og vísinda m.a. með stuðningi við gerð fransk-íslenskrar orðabókar og íslensk-franskrar. Sú fyrri kom út árið 1995 en vinna við íslensk-frönsku veforðabókina hófst haustið 2015 eftir að ákveðið var að gefa hana út í stafrænu formi og byggja á gagnagrunni ISLEX, margmála orðabókar milli íslensku og norrænu málanna á vegum SÁM. Vigdís Finnbogadóttir hefur frá upphafi verið mikill hvatamaður að útgáfu bókarinnar en hún hefur alla tíð haldið á lofti mikilvægi tungumála og tungumálanáms. Vigdís var landsþekktur frönskukennari og frumkvöðull í tungumálakennslu í íslensku sjónvarpi og hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum frá árinu 1998. Útgáfa Lexíu markar tímamót þar sem nú eru liðin meira en 70 ár frá því að íslensk-frönsk orðabók kom síðast út. Því er mikill fengur í orðabókinni bæði fyrir Íslendinga sem eru að læra frönsku, frönskumælandi íslenskunema, þýðendur, áhugafólk um franska tungu, menningu og þjóðlíf og alla þá sem eiga samskipti við frönskumælandi fólk. Franska er töluð af um 75 milljónum manna víða um heim og er því mikilvægt tungumál í alþjóðasamskiptum. Útgáfa Lexíu er mikilvægur liður í því að efla samskipti og treysta vináttubönd Íslands og Frakklands. Lexía inniheldur um 50 þúsund uppflettiorð ásamt fjölmörgum notkunardæmum og orðasamböndum sem þýdd eru á frönsku. Orðabókin verður öllum aðgengileg án endurgjalds á slóðinni www.lexia.arnastofnun.is. Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar síðdegis í dag. Vigdís Finnbogadóttir mun opna bókina og Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, eru meðal þeirra sem flytja ávarp við opnunina. Lexía er samstarfsverkefni Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM). Þórdís Úlfarsdóttir, sérfræðingur hjá SÁM, er aðalritstjóri íslenska orðabókargrunnsins og Rósa Elín Davíðsdóttir, orðabókafræðingur við SVF, er ritstjóri franska hluta hennar. Aðrir í ritstjórn orðabókarinnar eru François Heenen, Jean-Christophe Salaün og Ólöf Pétursdóttir. Gerð orðabókarinnar á sér aðdraganda aftur til ársins 1983 þegar íslensk og frönsk stjórnvöld undirrituðu samkomulag um að efla samvinnu landanna á sviði menningar og vísinda m.a. með stuðningi við gerð fransk-íslenskrar orðabókar og íslensk-franskrar. Sú fyrri kom út árið 1995 en vinna við íslensk-frönsku veforðabókina hófst haustið 2015 eftir að ákveðið var að gefa hana út í stafrænu formi og byggja á gagnagrunni ISLEX, margmála orðabókar milli íslensku og norrænu málanna á vegum SÁM. Vigdís Finnbogadóttir hefur frá upphafi verið mikill hvatamaður að útgáfu bókarinnar en hún hefur alla tíð haldið á lofti mikilvægi tungumála og tungumálanáms. Vigdís var landsþekktur frönskukennari og frumkvöðull í tungumálakennslu í íslensku sjónvarpi og hefur gegnt starfi velgjörðarsendiherra UNESCO í tungumálum frá árinu 1998. Útgáfa Lexíu markar tímamót þar sem nú eru liðin meira en 70 ár frá því að íslensk-frönsk orðabók kom síðast út. Því er mikill fengur í orðabókinni bæði fyrir Íslendinga sem eru að læra frönsku, frönskumælandi íslenskunema, þýðendur, áhugafólk um franska tungu, menningu og þjóðlíf og alla þá sem eiga samskipti við frönskumælandi fólk. Franska er töluð af um 75 milljónum manna víða um heim og er því mikilvægt tungumál í alþjóðasamskiptum. Útgáfa Lexíu er mikilvægur liður í því að efla samskipti og treysta vináttubönd Íslands og Frakklands. Lexía inniheldur um 50 þúsund uppflettiorð ásamt fjölmörgum notkunardæmum og orðasamböndum sem þýdd eru á frönsku. Orðabókin verður öllum aðgengileg án endurgjalds á slóðinni www.lexia.arnastofnun.is.
Íslenska á tækniöld Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira