Fyrsti laxarnir komnnir úr Kjósinni og Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2021 08:48 Þóra Hallgrímsdóttir með fyrsta laxinn úr Kjósinni í sumar Mynd: Laxá í Kjós FB Laxá í Kjós og Eystri Rangá eru meðal þeirra laxveiðiáa sem opnuðu í gær og þrátt fyrir kulda og trekk tókst að opna árnar með löxum á land. Kuldinn og rokið gerir veiðimönnum erfitt fyrir þessa dagana og því miður virðist ekki verða nein stór breyting á veðri fyrr en í næstu viku svo þeir sem eru á leið í veiði verða bara að bíta á jaxlinn og búa sig vel. Opnunin á Laxá í Kjós var við heldur kuldalegar aðstæður en engu að síður komu tveir laxar á land og nokkuð sást af laxi bæði í Kvíslafossi og Laxfossi. Fyrstu laxarnir komu á land um hádegið og það kemur ekkert mörgum á óvart að þeir hafi báðiur komið úr Kvíslafossi en hann er líklega einn besti veiðistaður landsins á lax á göngutíma. Eystri Rangá opnaði sömuleiðis í gær og við höfum frétt af tveimur löxum sem veiddust í henni en báðir á veiðistöðum sem undirritaður hefði ekki skotið á að myndu gefa lax á þessum tíma. Einn veiddist í Tóftarhyl sem með sanngirni má alveg gefa smá orð á að vera frábær veiðistaður en hann er mjög ofarlega í ánni og á það oft til að geyma laxa í júní en þetta þykir engu að síður nokkðu snemmt fyrir þennan veiðistað. Hinn veiddist í Mjóanesi sem flestir sleppa þegar þeir veiða Eystri Rangá. Það kemur á óvart að ekkert hafi veiðst í Bátsvaði, Rimahyl, Hrafnaklettum eða Hofteigsbreiðu en þetta eru svona dæmigerðir júní veiðistaðir í ánni. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Kuldinn og rokið gerir veiðimönnum erfitt fyrir þessa dagana og því miður virðist ekki verða nein stór breyting á veðri fyrr en í næstu viku svo þeir sem eru á leið í veiði verða bara að bíta á jaxlinn og búa sig vel. Opnunin á Laxá í Kjós var við heldur kuldalegar aðstæður en engu að síður komu tveir laxar á land og nokkuð sást af laxi bæði í Kvíslafossi og Laxfossi. Fyrstu laxarnir komu á land um hádegið og það kemur ekkert mörgum á óvart að þeir hafi báðiur komið úr Kvíslafossi en hann er líklega einn besti veiðistaður landsins á lax á göngutíma. Eystri Rangá opnaði sömuleiðis í gær og við höfum frétt af tveimur löxum sem veiddust í henni en báðir á veiðistöðum sem undirritaður hefði ekki skotið á að myndu gefa lax á þessum tíma. Einn veiddist í Tóftarhyl sem með sanngirni má alveg gefa smá orð á að vera frábær veiðistaður en hann er mjög ofarlega í ánni og á það oft til að geyma laxa í júní en þetta þykir engu að síður nokkðu snemmt fyrir þennan veiðistað. Hinn veiddist í Mjóanesi sem flestir sleppa þegar þeir veiða Eystri Rangá. Það kemur á óvart að ekkert hafi veiðst í Bátsvaði, Rimahyl, Hrafnaklettum eða Hofteigsbreiðu en þetta eru svona dæmigerðir júní veiðistaðir í ánni.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði