Ragga staðfestir sambandsslit sín í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ragga var í sambandi með Gísla Páli Helgasyni og byrjuðu þau að hittast árið 2019 en sambandinu lauk nú í vor. Áður var hún gift landsliðsmanninum Ragnari Sigurðssyni.
Ragga er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur meðal annars starfað fyrir Sahara og Fossar Markets. Hún vinnur nú fyrir The Reykjavík Edition hótelið sem opnar á næstu misserum.

„Ég starfa hjá The Reykjavik Edition og er þar partur af frábæru teymi og hlakka til að opna fyrsta fimm stjörnu hótelið í miðbæ Reykjavíkur. Sumarið fer í að undirbúa opnun og svo er ég loks bólusett þannig að mig langar að skreppa eitthvað erlendis sem og ferðast innanlands, njóta náttúrunnar, fara í reiðtúra og njóta lífsins,“ segir Ragga í samtali við Lífið.