Það var eiginlega tilviljun sem réði því að hún fór í hárgreiðslu. Eftir að vera smá týnd námslega ákvað hún að finna sér skemmtilegt sumarstarf. Stefnan var tekin á Laugaveginn þar sem hún ætlaði að sækja um í öllum verslunarrýmum í von um að finna skemmtilegt starf.
„Ég fór efst á laugaveginn og sá Tony and Guy og hugsaði að þetta gæti verið eitthvað, því mér fannst alltaf skemmtilegt að gera í hár.“
Hún gekk inn á hárgreiðslustofuna, heilsaði og spurði hvort þeim vantaði nema eða einhvern í afgreiðsluna.
„Þau sögðu já okkur vantar akkúrat nema. Getur þú ekki komið á morgun og prófað þetta? Þannig byrjaði þetta. Þetta var kannski tilviljun bara.“
Eftir sumarið skrifaði hún undir nemasamning hjá stofunni og fór svo í hárgreiðslunámið.
„Þetta er svolítið ég, bara stekk út í hluti og er ekki búin að hugsa það út í gegn. Ég hef statt og stöðugt verið að vinna í því með fullorðinsárunum að taka skynsamari ákvarðanir og betur hugsaðar ákvarðanir.“
Theodóra segir frá þessu í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu HI beauty. Nú er hún ein vinsælasta hárgreiðslukona landsins og greiðir einnig fyrir viðburði, myndatökur og sjónvarpsþætti eins og Allir geta dansað. Hún hefur gefið út nokkrar hárgreiðslubækur og var nú að setja á markað eigin hárvörulínu, THEA og segir hún frá því ævintýri í þættinum.
Viðtalið við Theodóru hefst á mínútu 27 í þættinum.