Eins og greint var frá fyrr í dag kom Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sér í vandræði utan vallar þegar myndband af honum í annarlegu ástandi fór í dreifingu.
Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið. Yfirlýsingin birtist á Twitter fyrr í dag og þar kemur fram að sambandið muni skoða næstu skref í málinu.
Frá KSÍ vegna umfjöllunar um aðstoðarþjálfara A landsliðs karla. Við vitum af málinu, erum að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref og munum upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 12, 2021