Svíar óttast að fjórða bylgjan kunni að vera í uppsiglingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 16:57 Fólk bíður eftir bólusetningu í næturklúbbi sem var breytt í bólusetningarmiðstöð í Stokkhólmi. Vísir/EPA Hópsýkingar svonefnda deltaafbrigðis kórónuveirunnar vekja nú áhyggjur sænskra heilbrigðisyfirvalda af því að fjórða bylgja faraldursins gæti verið í uppsiglingu þar. Hvetja þau landsmenn til að láta bólusetja sig sem fyrst. Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Smituðum og sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað ört í Svíþjóð undanfarinn mánuð eftir fjölgun smita í vor. Hins vegar hafa komið upp smærri hópsýkingar deltaafbrigðisins sem fyrst greindist á Indlandi. Afbrigðið er talið allt að 60% meira smitandi en alfaafbrigðið sem var meðal annars ráðandi á Bretlandi, meðal annars vegna þess að bóluefni veita síðri vernd fyrir því en öðrum afbrigðum. „Það eru nokkur óveðursský við sjóndeildarhringinn og ég hugsa þá fyrst og fremst um hópsýkingar deltaafbrigðisins. Það finnst í Evrópu og í hópsýkingum í Svíþjóð,“ sagði Johan Carlson, forstöðumaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar. Um helmingur fullorðinna hefur nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt af bóluefni gegn veirunni í Svíþjóð. Stofnunin varar þó við að þeir sem hafa aðeins fengið einn skammt séu síður varðir fyrir deltaafbrigðinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þó að aðeins 71 tilfelli deltaafbrigðisins hafi greinst til þessa í Svíþjóð hafa yfirvöld lagt aukinn kraft í smitrakningu til þess að koma í veg fyrir að það nái frekari fótfestu. Á Bretlandi er deltaafbrigðið um 90% af öllum nýjum smitum sem greinast. Fleiri en 14.500 manns hafa látist í faraldrinum í Svíþjóð, fleiri en í öðrum Norðurlöndum en færri en víða annars staðar í Evrópu. Sænsk stjórnvöld hafa skorið sig töluvert frá nágrannaríkjum sínum þar sem gripið hefur verið til mun vægari sóttvarnaaðgerða þar. Uppfært 14.6.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var misritað að smituðum hefði fjölgað síðasta mánuðinn eftir að þeim fjölgaði töluvert í vor. Það rétta er að smitunum hefur fækkað að undanförnu eftir bylgjuna sem gekk yfir.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira