Ákveðin að koma enn sterkari til baka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2021 15:31 Sara ræddi um meiðslin í þættinum Ísland í dag. Stöð2 Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. Krossbandið slitnaði aðeins tveimur dögum áður en undankeppnin fyrir Evrópuleikana í Crossfit hófst, með þeim afleiðingum að Sara missir af tímabilinu 2021 eins og það leggur sig. „Ég slít krossbandið í æfingu sem ég á bara ekkert að geta slitið það í, ég var að lyfta frá öxlum og yfir haus,“ segir Sara um meiðslin. Hún var því fyrst viss um að meiðslin væru ekki svo alvarleg. Sara hefur um árabil verið ein skærasta stjarnan í Crossfit heiminum og hafði sett stefnuna á verðlaunapall á heimsleikunum í ár, en hún hefur í tvígang lent þar í þriðja sæti. En þótt vonbrigðin séu gríðarleg er Sara þegar byrjuð að æfa aftur eftir aðgerð og er ákveðin í að koma sterkari til baka en nokkru sinni. Sigrún Ósk ræddi við Söru í þættinum Ísland í dag. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fast í tvö prósentin Sara hafði samband við Örnólf Valdimarsson bæklunarlækni eftir að hún meiddist. Hún taldi sjálf að bólgueyðandi lyf væri allt sem þyrfti til að kippa hnénu í lag, en hann vildi fá að skoða hana. „Ég fer til hans og hann tekur krossbands-test til öryggis.“ Sara segir að hún hafi séð strax á svipbrigðunum og svipnum á honum að þetta væri alvarlegt. Hann sagði að það væru 98 prósent líkur á að krossbandið væri slitið en íþróttakonan missti samt ekki vonina strax. „98 er ekki hundrað, það eru þessi tvö prósent.“ Eftir að krossbandsslitin voru staðfest fékk Sara tíma í aðgerð mánuði síðar. Hún hóf strax að styrkja hnéð markvisst til að batinn yrði sem skjótastur. Mánuði eftir aðgerð mátti hún svo byrja að æfa, en það var ekki einfalt mál fyrir eina hraustustu konu heims að halda aftur af sér í æfingunum. „Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað.“ Upp og niður andlega Æfingarútínan núna er þannig að hún æfir í tvo tíma í senn, tvö daga í röð og svo einn í frí. Reyndar syndir hún á frídeginum. „Þetta er mjög lítið miðað við það sem ég er vön. Ég er alveg að deyja ég er með svo mikla orku en svo minni ég sjálfa mig á að þetta eru bara sextán vikur í heildina.“ Sara segir að meiðslin hafi látið hana vinna í eigin veikleikum, sem hún hafi ekki endilega gefið sér tíma til að gera áður. „Veikleikinn hjá mér hefur svolítið verið hausinn minn.“ Í þættinum var einnig rætt við Snorra Barón umboðsmann Söru. Hann segir að hugarfar hennar hvað varðar meiðslin hafi verið til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Hún leyfir aðdáendum að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum þætti á Youtube. Eins og Sara segir sjálf í viðtalinu þá koma dagar inn á milli þar sem er erfitt að sætta sig við að tímabilið, sem átti að verða það besta í langan tíma, hafi verið búið áður en það byrjaði. „Ég er alveg búin að fara upp og niður andlega.“ Kveðja frá Van Dijk og Mufasa Snorri var meðvitaður um þetta og bjó til myndband þar sem hann með góðri hjálp safnaði saman kveðjum og hvatningarorðum til Söru úr ólíkum áttum. Til að mynda frá okkar fremsta íþróttafólki, vinum Söru úr crossfit heiminum og sjálfum Virgil Van Dijk sem á það sameiginlegt með Söru að vera að jafna sig eftir krossbandsslit. Skemmtileg kveðja frá leikmanni Liverpool.Stöð2 Í þessu sama myndbandi leyndust einnig gersemar eins og þessi ógleymanlegi keppandi í Britains Got Talent og Mufasa nokkur sem sló í gegn í netheimum með dansgleði sem er svo smitandi að ef hann nær ekki að hressa fólk við þá getur það enginn. Snorri myndaði svo óborganleg viðbrögð Söru þegar hún fékk að sjá myndbandið og má sjá þau í spilaranum hér fyrir ofan. Bæði myndbandið og viðbrögðin við því hafa verið partur af þáttum á YouTube sem heita Road to Recovery en í þeim fá aðdáendur Söru að fylgjast með henni í bataferlinu. Ný fatalína í vinnslu „Ég held að líkaminn minn hafi bara þurft á þessu að halda og ég kem bara til baka með einhverju trompi,“ segir Sara meðal annars í viðtalinu. Sara er sannkölluð stórstjarna í Crossfit heiminum og er með um þrjú hundruð þúsund fleiri fylgjendur á instagram en fjórfaldur heimsmeistarinn í greininni, Tia Claire Toomey. Snorri segir að engin kona á Íslandi sé með fleiri fylgjendur á Instagram en Sara. Sara náði að halda í styrktaraðilana þrátt fyrir meiðslin og gerði gott betur því hún er búin að gera nokkra nýja samninga eftir að hún meiddist og er að hanna sína eigin fatalínu fyrir merki sem heitir WIT. Í Ísland í dag var einnig kíkt inn í einkalíkamsrækt Söru sem faðir hennar útbjó fyrir hana svo hún fengi næði og pláss til að æfa. Ísland í dag CrossFit Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Teitur Örn og Sunna giftu sig í Vík Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira
Krossbandið slitnaði aðeins tveimur dögum áður en undankeppnin fyrir Evrópuleikana í Crossfit hófst, með þeim afleiðingum að Sara missir af tímabilinu 2021 eins og það leggur sig. „Ég slít krossbandið í æfingu sem ég á bara ekkert að geta slitið það í, ég var að lyfta frá öxlum og yfir haus,“ segir Sara um meiðslin. Hún var því fyrst viss um að meiðslin væru ekki svo alvarleg. Sara hefur um árabil verið ein skærasta stjarnan í Crossfit heiminum og hafði sett stefnuna á verðlaunapall á heimsleikunum í ár, en hún hefur í tvígang lent þar í þriðja sæti. En þótt vonbrigðin séu gríðarleg er Sara þegar byrjuð að æfa aftur eftir aðgerð og er ákveðin í að koma sterkari til baka en nokkru sinni. Sigrún Ósk ræddi við Söru í þættinum Ísland í dag. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hélt fast í tvö prósentin Sara hafði samband við Örnólf Valdimarsson bæklunarlækni eftir að hún meiddist. Hún taldi sjálf að bólgueyðandi lyf væri allt sem þyrfti til að kippa hnénu í lag, en hann vildi fá að skoða hana. „Ég fer til hans og hann tekur krossbands-test til öryggis.“ Sara segir að hún hafi séð strax á svipbrigðunum og svipnum á honum að þetta væri alvarlegt. Hann sagði að það væru 98 prósent líkur á að krossbandið væri slitið en íþróttakonan missti samt ekki vonina strax. „98 er ekki hundrað, það eru þessi tvö prósent.“ Eftir að krossbandsslitin voru staðfest fékk Sara tíma í aðgerð mánuði síðar. Hún hóf strax að styrkja hnéð markvisst til að batinn yrði sem skjótastur. Mánuði eftir aðgerð mátti hún svo byrja að æfa, en það var ekki einfalt mál fyrir eina hraustustu konu heims að halda aftur af sér í æfingunum. „Það er eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað.“ Upp og niður andlega Æfingarútínan núna er þannig að hún æfir í tvo tíma í senn, tvö daga í röð og svo einn í frí. Reyndar syndir hún á frídeginum. „Þetta er mjög lítið miðað við það sem ég er vön. Ég er alveg að deyja ég er með svo mikla orku en svo minni ég sjálfa mig á að þetta eru bara sextán vikur í heildina.“ Sara segir að meiðslin hafi látið hana vinna í eigin veikleikum, sem hún hafi ekki endilega gefið sér tíma til að gera áður. „Veikleikinn hjá mér hefur svolítið verið hausinn minn.“ Í þættinum var einnig rætt við Snorra Barón umboðsmann Söru. Hann segir að hugarfar hennar hvað varðar meiðslin hafi verið til fyrirmyndar frá fyrsta degi. Hún leyfir aðdáendum að fylgjast með öllu ferlinu í gegnum þætti á Youtube. Eins og Sara segir sjálf í viðtalinu þá koma dagar inn á milli þar sem er erfitt að sætta sig við að tímabilið, sem átti að verða það besta í langan tíma, hafi verið búið áður en það byrjaði. „Ég er alveg búin að fara upp og niður andlega.“ Kveðja frá Van Dijk og Mufasa Snorri var meðvitaður um þetta og bjó til myndband þar sem hann með góðri hjálp safnaði saman kveðjum og hvatningarorðum til Söru úr ólíkum áttum. Til að mynda frá okkar fremsta íþróttafólki, vinum Söru úr crossfit heiminum og sjálfum Virgil Van Dijk sem á það sameiginlegt með Söru að vera að jafna sig eftir krossbandsslit. Skemmtileg kveðja frá leikmanni Liverpool.Stöð2 Í þessu sama myndbandi leyndust einnig gersemar eins og þessi ógleymanlegi keppandi í Britains Got Talent og Mufasa nokkur sem sló í gegn í netheimum með dansgleði sem er svo smitandi að ef hann nær ekki að hressa fólk við þá getur það enginn. Snorri myndaði svo óborganleg viðbrögð Söru þegar hún fékk að sjá myndbandið og má sjá þau í spilaranum hér fyrir ofan. Bæði myndbandið og viðbrögðin við því hafa verið partur af þáttum á YouTube sem heita Road to Recovery en í þeim fá aðdáendur Söru að fylgjast með henni í bataferlinu. Ný fatalína í vinnslu „Ég held að líkaminn minn hafi bara þurft á þessu að halda og ég kem bara til baka með einhverju trompi,“ segir Sara meðal annars í viðtalinu. Sara er sannkölluð stórstjarna í Crossfit heiminum og er með um þrjú hundruð þúsund fleiri fylgjendur á instagram en fjórfaldur heimsmeistarinn í greininni, Tia Claire Toomey. Snorri segir að engin kona á Íslandi sé með fleiri fylgjendur á Instagram en Sara. Sara náði að halda í styrktaraðilana þrátt fyrir meiðslin og gerði gott betur því hún er búin að gera nokkra nýja samninga eftir að hún meiddist og er að hanna sína eigin fatalínu fyrir merki sem heitir WIT. Í Ísland í dag var einnig kíkt inn í einkalíkamsrækt Söru sem faðir hennar útbjó fyrir hana svo hún fengi næði og pláss til að æfa.
Ísland í dag CrossFit Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Teitur Örn og Sunna giftu sig í Vík Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Sjá meira