Boðið í veiði í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2021 11:00 Reynir Friðriksson FB Hlíðarvatn er einstaklega gjöfult og skemmtilegt vatn að veiða enda er mikið af bleikju í vatninu og inn á milli geta þær orðið ansi stórar. Á hverju ári hefur verið haldin veiðidagur í Hlíðarvatni þar sem veiðimönnum er boðið að veiða frítt í vatninu. Nú verður boðið í veiði sunnudaginn 15. júní en hér fyrir neðan er tilkynning frá veiðifélögum við vatnið. "Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 13. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé. Þeir, sem sótt hafa vatnið að undanförnu, hafa oft veitt ágætlega þannig að vel gæti fiskast." Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði
Á hverju ári hefur verið haldin veiðidagur í Hlíðarvatni þar sem veiðimönnum er boðið að veiða frítt í vatninu. Nú verður boðið í veiði sunnudaginn 15. júní en hér fyrir neðan er tilkynning frá veiðifélögum við vatnið. "Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 13. júní næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því. Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Gestum er bent á að lausaganga hunda við vatnið er óheimil vegna hættu fyrir sauðfé. Þeir, sem sótt hafa vatnið að undanförnu, hafa oft veitt ágætlega þannig að vel gæti fiskast."
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði