Erpur segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 14:00 Erpur Eyvindarson var gestur í nýjasta þættinum af Á rúntinum. Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca, segist tilbúinn fyrir föðurhlutverkið. Erpur hefur oft verið kallaður pabbi rappsins á Íslandi og hefur átt farsælan feril einn og með Rottweiler. Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Erpur var gestur Bjarna Freys Péturssonar í nýjasta þættinum af Á rúntinum, sem birtist hér á Vísi. Í þættinum ræðir rapparinn meðal annars um æskuslóðirnar í Kópavogi, upphaf Rottweiler, sjálfsfróun, markmiðin sín, Covid og fleira. „Hann hefur alið ýmsa menn upp eins og Herra Hnetusmjör og þessa ungu stráka. Spurning hvernig það hefur tekist, misvel sennilega en hann hefur örugglega stappað stálinu í suma af þeim,“ segir Bjarni í kynningu þáttarins. Erpur ætlaði sér alltaf að eignast fullt af börnum og segist nú á réttum stað fyrir í þennan kafla í lífinu. „Það er fyrst núna sem ég er í alvörunni klár. Það er allt klárt,“ segir Erpur þegar hann er spurður út í barneignir. „Ég er ekkert að fara að segja að ég sé að fara að eignast barn á morgun.“ Hann segir að það sé allt of mikið af börnum sem eigi pabba sem sinni engu og krakkinn alinn upp af Netflix drasli og fái ekki ást og umhyggju. Hann ætli ekki að vera sá faðir. „Ef ég eignast krakka, þá mun hann þurfa að segja, pabbi núna nenni ég ekki meira Lego, því ég elska Lego.“ Erpur viðurkennir að hann hafi ætlað sér að eignast tíu börn. Hann hefur tekið lífið og markmiðin sín í skorpum, hvort sem það er í námi eða markmið tengd ferlinum eins og að fá alla til að rappa á Íslensku eða ná að gera vel heppnaða sólóplötu. Síðustu þrjú ár hafa svo farið í að gera allt til að eignast heimili. „Núna hef ég enga afsökun til að eignast ekki börn.“ Viðtalið í heild sinni má finna í þættinum hér fyrir neðan. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina.
Börn og uppeldi Á rúntinum Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira