Flottur urriði hjá ungum veiðimanni Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 08:53 Úlfljótsvatn geldur stundum fyrir það að vera of nálægt Þingvallavatni en á þann hátt að veiðimenn oft gleyma að veiða þetta ágæta vatn. Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni. Stangveiði Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði
Vatnið getur verið gjöfult og bleikjan þarna oft væn en urriðinn rétt eins og í Þingvallavatni er líka vænn og það er ekki á allra færi að setja í slíka fiska. Það gerði þó ungur og upprennandi veiðimaður sem heitir Flóki Hólm Viðarsson en hann tók þennan væna 8 punda urriða við vestari bakka Úlfljótsvatns. Þessi væni fiskur var tekinn á litla púpu með 6 punda taum og það er alls ekki á allra færi að landa vænum fiski með svo grannan taum svo það er greinilegt að hér er magnaður ungur veiðimaður á ferð. Við óskum honum til hamingju með þennan flotta fisk og minnum veiðimenn á að gleyma ekki að taka nokkra túra í Úlfljótsvatn í sumar því það gæti komið þér skemmtilega á óvart. Besta veiðin er eins og annars staðar í silung, fyrst á morgnana og seint á kvöldin en þá er einmitt stóri urriðinn á ferðinni.
Stangveiði Mest lesið Stóra-Laxá endaði í 673 löxum - megninu sleppt Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Ert þú með innlegg í umræðuna um rjúpnaveiðar? Veiði Þrjár konur kosnar í stjórn SVFR Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Gæsaveiðin hófst í gær Veiði Góður gangur í sjóbirtingsánum Veiði Gæsaveiðin gengur vel og nóg af fugli Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði