Anníe Mist í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti um helgina en það væri mikið afrek fyrir hana að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit tíu mánuðum eftir að hún varð móðir. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir telur niður í undanúrslitamót sitt fyrir heimsleikana í CrossFit en þangað stefnir hún í fyrsta sinn eftir að hún varð móðir. Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn. CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Anníe Mist keppir um helgina og þar getur hún tryggt sig inn á sína elleftu heimsleika. Hennar fyrstu heimsleikar voru árið 2009 þegar hún var ekki búin að halda upp á tvítugsafmælið sitt. Anníe Mist gefur fylgjendum sínum góð ráð í pistli sínum en þar kemur líka fram að íslenska CrossFit goðsögnin sé í smá mótvindi rétt fyrir undanúrslitin. „Verið ánægð með að vera þið sjálf. Þú ert sá eini sem hefur upplifað þitt líf og því er það undir þér komið að ná sem mestu úr því,“ byrjaði Anníe Mist. „Suma daga ertu kannski ekki ánægður með sjálfan þig en það er í lagi. Það er bara eðlilegt. Ef þú værir hamingjusamur alla daga þá eru góðar líkur á því að þú sért ekki hreinskilinn við sjálfan þig,“ skrifar Anníe Mist. „Við lendum öll í smá basli en það er hluti af lífinu og þú verður bara sterkari á því að takast á við þennan mótvind,“ skrifar Anníe Mist. Það er að heyra á henni og eins sjá á myndinni sem fylgir færslunni að okkar kona er í smá kapphlaupi að í að ná sér alveg góðri fyrir keppni helgarinnar. „Minn mótvindur núna er að fá líkamann til að jafna sig í tíma fyrir undanúrslitin,“ skrifar Anníe Mist og endar færsluna á því að segja: „Næstum því komin.“ Það má sjá pistilinn hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Það er vonandi að Anníe Mist nái sér alveg hundrað prósent góðri fyrir keppni helgarinnar og það væri gaman að sjá tvær mömmum keppa á heimsleikunum í ár en hin ástralska Kara Saunders hefur þegar tryggt sér sæti á heimsleikunum. Dóttir hennar er hins vegar fimmtán mánuðum eldri en Freyja Mist, dóttir Anníe. Ef það er einhver sem ræður við það að vinna sig í gegnm mótlæti og mótvind þá er það Anníe Mist. Það hefur hún sýnt svo oft í gegnum tíðina. Það væri líka mikið afrek hjá henni að komast í hóp hraustustu CrossFit kvenna heimsins aðeins tíu mánuðum eftir að hún eignaðist barn.
CrossFit Tengdar fréttir Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31 Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31 Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Ein besta CrossFit kona heims þarf að taka erfiða ákvörðun með dóttur sína CrossFit konan Kara Saunders er í frábæru formi en ofurmamman brunaði inn á heimsleikana með glæsilegri frammistöðu í undanúrslitamóti sínu í Ástralíu. Heimsleikarnir eru framundan í lok júlí en þeir fara fram hinum megin á hnettinum. 8. júní 2021 08:31
Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. 12. maí 2021 09:00
Anníe Mist og Björgvin Karl þau einu sem væru inn á leikunum ef miðað væri við átta manna úrslitin Íslenska CrossFit fólkið sem er komið áfram í undanúrslitamótin fyrir heimsleikana í CrossFit þurfa að gera enn betur en í átta manna úrslitunum ef þau ætla að komast á leikana. 4. maí 2021 08:31
Okkar besta CrossFit fólk keppir á mótum í Hollandi og Þýskalandi en verður samt heima Íslenska CrossFit fólkið sem á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust veit nú hvað tekur við eftir að gefið var út hvar þau eiga að keppa í undanúrslitunum. 30. apríl 2021 08:31