Skrifaði undir samning sem gildir næsta áratuginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 18:31 Jon Moncayola með boltann í leik gegn Athletic Bilbao á leiktíðinni. EPA-EFE/Miguel Tona Það eru fáir – ef einhverjir – knattspyrnumenn þarna úti sem hafa skrifað undir tíu ára samning á lífsleiðinni. Jon Moncayola, leikmaður Osasuna í La Liga, spænski úrvalsdeildinni, varð hins vegar í dag einn af þeim. Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Þó allur gangur sé á hversu langa samninga knattspyrnumenn skrifa undir þá eru þeir sjaldnast meira en fimm ár. Mögulega með möguleikanum á árs framlengingu að því loknu ef allir eru hressir. Sául Ñíguez, miðjumaður Atlético Madrid, skrifaði vissulega undir níu ára samning við Atlético Madrid sumarið 2017. Nú þegar samningurinn er rétt hálfnaður virðist sem Spánarmeistararnir séu að reyna losa sig við Sául sem spilar líkt og Moncayola sem miðjumaður. Hvort Sául sé fyrirmynd hins 23 ára gamla Moncayola er óvíst en sá síðarnefndi hefur allavega fetað í sömu fótspor í raun gert gott betur. Osasuan tilkynnti í dag að Moncayola hefði skrifað undir tíu ára samning við félagið. OFFICIAL STATEMENT | #Osasuna renews Moncayola for the next ten seasons.#Moncayola2031 https://t.co/qKoonR3DQQ pic.twitter.com/avWXHLpvFB— C. A. OSASUNA (@caosasuna_en) June 8, 2021 Leikmaðurinn er öllum hnútum kunngur hjá Osasuna enda uppalinn þar. Tímabilið 2016-2017 lék hann með CD Iruña en fyrir það lék hann með yngri liðum og akademíu Osasuna. Frá 2017-2019 lék hann með B-liði félagsins og síðan þá hefur hann leikið fyrir aðalliðið. Fari svo að Mancayola - sem á að baki sjö landsleiki fyrir U-21 lið Spánar - heilli forráðamenn annarra liða þá þurfa þau að greiða Osasuna 22 milljónir evra samkvæmt klásúlu í samningi hans. Að tveimur árum loknum lækkar klásúlan niður í 20 milljónir evra. Osasuna endaði í 11. sæti La Liga á síðustu leiktíð, tíu stigum fyrir ofan fallsæti. Nú ætlar félagið sér eflaust að horfa upp töfluna og ögra liðum á borð við Athletic Bilbao, Celta Vigo og Granada. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira