Segir Henderson ekki eiga að fara á EM: „Verður hann með spilagaldra?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 08:00 Jordan Henderson er mikilvægur enska landsliðinu sem leiðtogi að mati landsliðsþjálfarans Gareths Southgate. Getty/Stu Forster Roy Keane botnar ekkert í því að varafyrirliði Englands, Jordan Henderson, skuli vera í enska EM-hópnum þrátt fyrir að hafa ekki getað spilað með Liverpool síðan í febrúar vegna meiðsla. Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Englendingar hafa gert eina breytingu á hópnum sínum vegna meiðsla. Ben White kemur inn í 26 manna EM-hópinn í stað Trents Alexander-Arnold sem meiddist í 1-0 sigri á Austurríki síðasta miðvikudag. Henderson lék sínar fyrstu mínútur síðan hann meiddist þegar hann kom inn á í upphafi seinni hálfleiks í 1-0 sigri Englands á Rúmeníu í vináttulandsleik í gær. Keane segir alveg ljóst að Henderson sé ekki klár í slaginn á EM þar sem fyrsti leikur Englands er stórleikur við Króatíu á sunnudaginn. „Ég var viss um að Jordan myndi spila um daginn. Ég tel að þetta valdi mikilli truflun – hann er augljóslega ekki tilbúinn,“ sagði Keane í þætti á ITV Sport. „Mér finnst að hann ætti ekki að vera valinn í hópinn. Ef hann gat ekki byrjað á móti Rúmeníu þá er hann ekki tilbúinn. Sá leikur var hvorki líkamlega né andlega svo erfiður fyrir hann, svo reynslumikinn leikmann. Hann er ekki búinn að sparka í bolta í þrjá og hálfan mánuð en er á leiðinni á EM? Það getur ekki passað,“ sagði Keane. Vill örugglega ekki vera þarna sem klappstýra Marcus Rashford skoraði sigurmark Englands úr víti í gær. Hann var farinn af velli þegar England fékk aðra vítaspyrnu sem Henderson tók en klúðraði. Gareth Southgate, þjálfari Englands, sagðist hafa búist við að Dominic Calvert-Lewin myndi taka vítið og að næst myndi hann skipa fyrir um hver tæki vítið. Southgate hefur hins vegar lýst því hve mikilvægur Henderson sé sem leiðtogi fyrir enska hópinn. Keane lætur sér fátt um finnast. „Ég hef heyrt ýmsa segja að þeir vilji hafa hann á svæðinu. Til hvers? Verður hann með spilagaldra? Tekur hann lagið? Sér hann um spurningakeppni á kvöldin? Hvað gerir hann? Þetta er ekki til að gleðja Liverpool heldur. Jordan vill alveg örugglega ekki vera á svæðinu sem einhvers konar klappstýra. Menn vilja spila og hann er greinilega ekki klár í slaginn,“ sagði Keane. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti