Það var leikarinn Andreas G. Hansen sem tilkynnti á Instagram að leikarahópurinn væri í tökum fyrir þáttaröð níu. TV2 staðfesti þetta svo í kjölfarið í samtali við BT. Ekkert var þó gefið upp um það hvenær aðdáendur þáttanna geta átt von á að nýju þættirnir fari í sýningu.
Á mynd Andreas má meðal annars sjá Casper Christensen, Miu Lyhne og Frank Hvam. Hann vill ekkert gefa upp varðandi hlutverk sitt í þáttunum en lofar að það verði fyndið. Grínþættirnir Klovn hófu göngu sína árið 2005 og hafa slegið rækilega í gegn meðal Íslendinga. Einnig hafa komið út þrjár Klovn kvikmyndir.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr áttundu þáttaröðinni en fyrsti þáttur verður sýndur um helgina.