Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júní 2021 10:31 Almar Blær Sigurjónsson hefur verið fastráðinn við Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhúsið Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir er Almar í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu. Almar mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra. Útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ 2021.Þjóðleikhúsið Undantekningarlaust agndofa Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland. „Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“ Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“ Menning Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um þessar mundir er Almar í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðleikhúsinu. Almar mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra. Útskriftarnemar leikarabrautar LHÍ 2021.Þjóðleikhúsið Undantekningarlaust agndofa Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland. „Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“ Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“
Menning Leikhús Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira