Cillessen æfur út í De Boer: „Aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 10:00 Jasper Cillessen leikur ekki með Hollandi á EM, honum til mikillar gremju. getty/Jonathan Moscrop Markvörðurinn Jasper Cillessen er æfur út í Frank de Boer eftir að hann tók hann út úr EM-hópi Hollands í kjölfar þess að hann greindist með kórónuveiruna. Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
Cillessen var valinn í 26 manna EM-hóp Hollands en greindist með kórónuveiruna í síðustu viku. Á þriðjudaginn tjáði De Boer honum svo að hann myndi ekki fara með á EM. Marco Bizot, markvörður AZ Alkmaar, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Cillessen er afar ósáttur við De Boer að hafa tekið sig út úr EM-hópnum. „Þetta er mikið áfall sem mun svíða í einhvern tíma,“ sagði Cillessen við De Telegraaf. Hann segir að De Boer hafi tjáð sér á sunnudaginn að hann gæti komið aftur inn í hollenska hópinn ef hann framvísaði neikvæðu kórónuveiruprófi og þá í síðasta lagi eftir æfingabúðir hollenska liðsins í Portúgal. Cillessen segist ekki vita af hverju De Boer snerist hugur. „Reglurnar leyfa skiptingar fyrir markverði á EM og það var enn nægur tími. Ég var með einkenni veirunnar í einn dag en fínn fyrir utan það. Og svo segir hann að ég hafi ekki verið klár. Ég mun aldrei vera sammála því. Mér hefur aldrei fundist ég vera svo valdalaus, reiður og liðið svona skelfilega,“ sagði Cillessen. De Boer sagðist að ákvörðunin að skilja Cillessen eftir hafi ekki verið auðveld en hann hafi þurft að taka hana. Hann segir að Cillessen hefði misst af stórum hluta undirbúnings hollenska liðsins, óvissan í kringum hann hafi verið of mikil og hann hafi viljað taka neina áhættu. Cillessen, sem er 32 ára, var mikið meiddur á síðasta tímabili lék aðeins tíu leiki með Valencia. Hann kom til liðsins frá Barcelona. Búist er við því að Tim Krul, markvörður Norwich City, verji mark Hollands á EM. Hollendingar mæta Úkraínumönnum í fyrsta leik sínum á mótinu í Amsterdam 13. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Hollenski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira