500 milljóna viðbótarframlag til COVAX Heimsljós 2. júní 2021 15:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag um 500 milljón króna viðbótarframlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs um bættan aðgang að bóluefnum við COVID-19 (COVAX). Ísland hefur nú varið rúmum milljarði króna til að bæta aðgang þróunarríkja að bóluefnum gegn COVID-19. Forsætisráðherra tilkynnti um framlag Íslands á áheitaráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Aðgangur jarðarbúa að bóluefnum er afar misjafn og afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 bitna ekki síst á konum og börnum. Ég lagði áherslu á mikilvægi þess að jafnréttissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í dreifingu bóluefna.” Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Neyðin er enn mikil og því brýnt að ríki heims vinni áfram að því að allir hafi tryggan aðgang að bóluefni gegn COVID-19, eins og forsætisráðherra lagði áherslu á í ávarpi sínu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga ávarpaði áheitaráðstefnuna sem Suga Yoshihide, forsætisráðherra Japans, boðaði til. Markmið ráðstefnunnar var að safna um tveimur milljörðum Bandaríkjadala og tryggja þannig nægilega fjármuni til að bólusetja hátt í þriðjung íbúa í lágtekjuríkjum. Að meðtöldu 500 milljóna króna framlaginu sem forsætisráðherra tilkynnti í dag, hefur Ísland því nú varið rúmum milljarði króna til að tryggja þróunarríkjum aðgang að bóluefnum gegn COVID-19 COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Framlag Íslands rennur til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag um 500 milljón króna viðbótarframlag Íslands til alþjóðlegs samstarfs um bættan aðgang að bóluefnum við COVID-19 (COVAX). Ísland hefur nú varið rúmum milljarði króna til að bæta aðgang þróunarríkja að bóluefnum gegn COVID-19. Forsætisráðherra tilkynnti um framlag Íslands á áheitaráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Aðgangur jarðarbúa að bóluefnum er afar misjafn og afleiðingar heimsfaraldurs COVID-19 bitna ekki síst á konum og börnum. Ég lagði áherslu á mikilvægi þess að jafnréttissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í dreifingu bóluefna.” Íslensk stjórnvöld hafa talað fyrir mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu um þróun og framleiðslu bóluefnis og jafns aðgangs ríkja óháð greiðslugetu þeirra. Neyðin er enn mikil og því brýnt að ríki heims vinni áfram að því að allir hafi tryggan aðgang að bóluefni gegn COVID-19, eins og forsætisráðherra lagði áherslu á í ávarpi sínu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga ávarpaði áheitaráðstefnuna sem Suga Yoshihide, forsætisráðherra Japans, boðaði til. Markmið ráðstefnunnar var að safna um tveimur milljörðum Bandaríkjadala og tryggja þannig nægilega fjármuni til að bólusetja hátt í þriðjung íbúa í lágtekjuríkjum. Að meðtöldu 500 milljóna króna framlaginu sem forsætisráðherra tilkynnti í dag, hefur Ísland því nú varið rúmum milljarði króna til að tryggja þróunarríkjum aðgang að bóluefnum gegn COVID-19 COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Framlag Íslands rennur til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent