„Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir“ Atli Arason skrifar 1. júní 2021 23:27 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Keflavík vann KR fyrr í kvöld með 8 stigum, 89-81. Þessi 8 stiga munur sem varð í restina var jafnframt mesti munur sem var á milli liðanna í kvöld í rosalega jöfnum og spennandi leik. Stúkan var eins troðinn og hún gat orðið og erfiðlega gekk fyrir viðstadda að heyra sínar eigin hugsanir fyrir látum í báðum hópum aðdáenda. Matthíasi Orra, leikmanni KR, leiðist alls ekki að spila í svona hávaða. „Við áttum fimm leiki á móti Val sem voru svipaðir. Þannig við erum orðnir vanir þessu,“ segir Matthías og hlær áður en hann bætir við „það er ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir. Við erum bara brosandi út af eyrum að fá að spila þessa leiki og við ætlum að fá að spila marga fleiri leiki á þessu tímabili, þannig við þurfum aðeins að skoða hvað við getum gert betur og reynt að ná í sigur á föstudaginn. Þetta er svo mikið partý að maður elskar þetta. Maður hlakkar bara til næsta leiks, það er ekkert stress í gangi.“ Forustan gekk á milli liða alveg fram í fjórða leikhluta þegar gestirnir misstu Keflavík fram úr sér. „Þetta voru fínustu 35 mínútur. Þetta er sama og gerðist hérna seinast. Þeir ná að spila mikið á sínum styrkleika í seinasta leik og núna náðu þeir því líka. Við vorum ekki nógu duglegir að nýta okkur þeirra veikleika varnarlega. Við fórum of langt frá því og fórum að ráðast á ranga menn. Þetta er rosalega gott lið og þeir eru góðir að hæga á leiknum. Við náðum ekki að halda okkar hraða allan tíman, það held ég að hafi verið aðal mismunurinn.“ „Ég held að við séum ekki nógu duglegir að ráðast ítrekað á veikleika þeirra. Við hættum bara því í smá tíma og þá komast þeir upp. þeir eiga auðvelt með þessi sóknarfráköst og eru stórir inn í teig. Mér fannst við ráða ágætlega við þá og sérstaklega Hörð, mér fannst við gera vel á Hörð í dag og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vera on í 40 mínútur, þeir eru með frábært lið og við þurfum að ráðast á þeirra veikleika allan tíman, í dag gerðum við það ekki alveg nógu lengi.“ Keflvíkingar eru töluvert hærri í loftinu en KR-ingar. Zarko Jukic, einn af stóru mönnum KR var villaður út þegar þrjár mínútur lifðu leiks og KR aðeins þremur stigum á eftir. Matthías telur þó að fleira en bara brottför Zarko hafi skipt máli á loka andartökunum. „Við þurfum stærð á völlinn og við vitum það. Það hefur gengið vel að stakka bæði Brandon og Zarko inn á völlinn þrátt fyrir að við hægjum aðeins á leiknum og liðinu okkar. Það skiptir máli en það er samt ekki vendipunkturinn. Brylli fær þokkalega góðan þrist til að jafna þetta seint og ef það er einhver maður sem ég vil að skjóti þrist seint í leiknum þá er það Brynjar en hann datt ekki niður og þeir skoruðu hinu megin. Þar snýst þetta svolítið við og þetta verður átta stiga leikur eftir það. Við vitum að þetta verða kýlingar á móti kýlingu allan tímann og í 40 mínútur í hverjum einasta leik, eins og það var í dag. Liðin voru mikið að skipta um forystu og ég trúi ekki öðru en að þetta verði svona alla seríuna. Við þurfum aðeins að fínpússa hvernig við ráðumst á þá í fjórða leikhluta og varnarlega þurfum við aðeins að skoða þetta betur, sérstaklega á Milka í fyrsta leikhluta, það losnaði full mikið um hann. Almennt getum við samt verið ágætlega sáttir við fyrsta leik og við fengum mikið að upplýsingum úr þessum leik sem að Darri og Hörður munu greina núna. Við munum fínpússa okkur og við getum ekki beðið eftir föstudeginum,“ sagði Matthías Orri að lokum. Dominos-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
„Við áttum fimm leiki á móti Val sem voru svipaðir. Þannig við erum orðnir vanir þessu,“ segir Matthías og hlær áður en hann bætir við „það er ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þetta er það sem KR sem klúbbur lifir fyrir. Við erum bara brosandi út af eyrum að fá að spila þessa leiki og við ætlum að fá að spila marga fleiri leiki á þessu tímabili, þannig við þurfum aðeins að skoða hvað við getum gert betur og reynt að ná í sigur á föstudaginn. Þetta er svo mikið partý að maður elskar þetta. Maður hlakkar bara til næsta leiks, það er ekkert stress í gangi.“ Forustan gekk á milli liða alveg fram í fjórða leikhluta þegar gestirnir misstu Keflavík fram úr sér. „Þetta voru fínustu 35 mínútur. Þetta er sama og gerðist hérna seinast. Þeir ná að spila mikið á sínum styrkleika í seinasta leik og núna náðu þeir því líka. Við vorum ekki nógu duglegir að nýta okkur þeirra veikleika varnarlega. Við fórum of langt frá því og fórum að ráðast á ranga menn. Þetta er rosalega gott lið og þeir eru góðir að hæga á leiknum. Við náðum ekki að halda okkar hraða allan tíman, það held ég að hafi verið aðal mismunurinn.“ „Ég held að við séum ekki nógu duglegir að ráðast ítrekað á veikleika þeirra. Við hættum bara því í smá tíma og þá komast þeir upp. þeir eiga auðvelt með þessi sóknarfráköst og eru stórir inn í teig. Mér fannst við ráða ágætlega við þá og sérstaklega Hörð, mér fannst við gera vel á Hörð í dag og það er allavega jákvætt. Við þurfum bara að vera on í 40 mínútur, þeir eru með frábært lið og við þurfum að ráðast á þeirra veikleika allan tíman, í dag gerðum við það ekki alveg nógu lengi.“ Keflvíkingar eru töluvert hærri í loftinu en KR-ingar. Zarko Jukic, einn af stóru mönnum KR var villaður út þegar þrjár mínútur lifðu leiks og KR aðeins þremur stigum á eftir. Matthías telur þó að fleira en bara brottför Zarko hafi skipt máli á loka andartökunum. „Við þurfum stærð á völlinn og við vitum það. Það hefur gengið vel að stakka bæði Brandon og Zarko inn á völlinn þrátt fyrir að við hægjum aðeins á leiknum og liðinu okkar. Það skiptir máli en það er samt ekki vendipunkturinn. Brylli fær þokkalega góðan þrist til að jafna þetta seint og ef það er einhver maður sem ég vil að skjóti þrist seint í leiknum þá er það Brynjar en hann datt ekki niður og þeir skoruðu hinu megin. Þar snýst þetta svolítið við og þetta verður átta stiga leikur eftir það. Við vitum að þetta verða kýlingar á móti kýlingu allan tímann og í 40 mínútur í hverjum einasta leik, eins og það var í dag. Liðin voru mikið að skipta um forystu og ég trúi ekki öðru en að þetta verði svona alla seríuna. Við þurfum aðeins að fínpússa hvernig við ráðumst á þá í fjórða leikhluta og varnarlega þurfum við aðeins að skoða þetta betur, sérstaklega á Milka í fyrsta leikhluta, það losnaði full mikið um hann. Almennt getum við samt verið ágætlega sáttir við fyrsta leik og við fengum mikið að upplýsingum úr þessum leik sem að Darri og Hörður munu greina núna. Við munum fínpússa okkur og við getum ekki beðið eftir föstudeginum,“ sagði Matthías Orri að lokum.
Dominos-deild karla KR Keflavík ÍF Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira