Kristófer hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. júní 2021 12:51 Körfubolta- og landsliðsmaðurinn Kristófer Acox er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í þáttunum Börn þjóða sem sýndir eru á Stöð 2. Skjáskot „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Þetta segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox þegar hann rifjar upp eftirminnilegt atvik með forseta Íslands á undankeppni EM í körfubolta. Kristófer Acox er íþróttamaður af guðs náð og hefur hann spilað körfubolta víða um heim. Hann er landsliðsstjarna, vesturbæingur og er af íslenskum,færeyskum og afrískum/amerískum uppruna. Kristófer er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í nýjum þáttum á Stöð 2 sem kallast Börn þjóða en í þáttunum ræðir Logi við Íslendinga af erlendum uppruna um lífið og tilveruna. Breytti nafninu sínu eftir dvölina í Bandaríkjunum Kristófer var skírður Ólafur Kristófer Ednuson en síðar breytti hann nafninu sínu í Kristófer Acox eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum hjá föður sínum. Kristófer fæddist á Akranesi þar sem faðir hans og móðir kynntust en faðir hans er bandarískur og var á þeim tíma að spila körfubolta á Akranesi. Hann segir foreldra sína hafa verið mjög unga þegar móðir hans varð ófrísk. Samband þeirra feðga var lítið fyrstu árin þar sem faðir Kristófers var fluttur frá Íslandi þegar hann fæðist en hann var að spila körfubolta víðs vegar um heiminn. Hann segir móður sína þó alltaf hafa verið duglega að reyna að halda sambandinu við með símtölum og reglulegum tölvupóstssamskiptum. Hitti föður sinn í fyrsta skipti 14 ára gamall Kristófer lýsir því þegar hann hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall þegar hann fór í körfuboltabúðir til Bandaríkjanna. Á flugvellinum mætti faðir hans með alla stórfjölskylduna og hitti Kristófer þar því föður sinn, systkini og alla ættingja á sömu stundu. Í dag segir Kristófer samband sitt við föður sinn mjög gott og þá vera bestu vini en það hafi ekki alltaf verið svona gott. Hann flytur til föður síns og fjölskyldu hans fimmtán ára gamall og segir hann að það hafi reynt töluvert á. Hann ætlar þá að reyna að byrja að ala mig upp. Hann er mjög þrjóskur og ég líka. Ég bjó hjá honum og hann var þjálfari og við vorum saman allan daginn. Hann segir þá fegða hafa eytt mjög miklum tíma saman þar sem faðir hans var einnig aðstoðarþjálfari í körfuboltanum í skólanum og því hafi nálægðin stundum verið of mikil. „Við vorum svolítið að reyna að vinna upp mörg glötuð ár í einu.“ Hvaða gaur er þetta? Í viðtalinu fara þeir Logi og Kristófer um víðan völl og koma meðal annars inn á eftirminnilegan atburð á milli Kristófers og forseta Íslands sem rataði í fjölmiðla. „Þetta var árið 2016 hann var nýkjörinn forseti,“ segir Kristófer þegar hann minnist þess þegar forsetinn mætir á fyrsta landsleikinn fyrir undankeppni EM í körfubolta. „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Kristófer segir að á þessum tíma hafi hann verið nýkominn heim frá Bandaríkjunum og viðurkennir hann að hafa ekki verið með það á hreinu hver þessi maður var sem óskaði honum góðs gengis á ensku. Hann hafi vitað að það væri nýr forseti á Íslandi en ekki þekkt hann í sjón. Ég var að spyrja strákana í klefanum eftir leik hvaða gaur þetta væri. Þá var þetta forsetinn. „Guðni Th want's to connect with you“ Kristófer segir liðsfélaga sína hafa hlegið að þessu atviki eins og hann sjálfur en honum hafi engu að síður þótt þetta svolítið skrítin upplifun. Hann fer svo inn á Twitter um kvöldið þar sem hann ákveður að deila þessari upplifun sinni. Tístið vakti mikla athygli. Morguninn eftir fór Kristófer beint í flug og komst hann ekki í nettengingu fyrr en síðar þann dag en viðbrögðin við tístinu hans voru vægast sagt sterk. „Svo kveiki ég bara á símanum mínum þá var eins og allt væri að springa. Það vissu þetta allir. Svo sá ég á Messenger: Guðni Th want's to connect with you. Þá var bara ritgerð frá mínum manni.“ Kristófer tekur það fram að hann og forseti Íslands séu hinir mestu mátar í dag og talar hann um að auðvitað geti allir gert mistök. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippu úr viðtalinu við Loga en fyrir áhugasama er hægt að nálgast þættina Börn þjóða inn á Stöð 2 plús. Klippa: Börn þjóða - Kristófer Acox Börn þjóða Körfubolti Bíó og sjónvarp Dominos-deild karla Forseti Íslands Tengdar fréttir „Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Kristófer Acox er íþróttamaður af guðs náð og hefur hann spilað körfubolta víða um heim. Hann er landsliðsstjarna, vesturbæingur og er af íslenskum,færeyskum og afrískum/amerískum uppruna. Kristófer er fyrsti viðmælandi Loga Pedro í nýjum þáttum á Stöð 2 sem kallast Börn þjóða en í þáttunum ræðir Logi við Íslendinga af erlendum uppruna um lífið og tilveruna. Breytti nafninu sínu eftir dvölina í Bandaríkjunum Kristófer var skírður Ólafur Kristófer Ednuson en síðar breytti hann nafninu sínu í Kristófer Acox eftir að hafa dvalið í Bandaríkjunum hjá föður sínum. Kristófer fæddist á Akranesi þar sem faðir hans og móðir kynntust en faðir hans er bandarískur og var á þeim tíma að spila körfubolta á Akranesi. Hann segir foreldra sína hafa verið mjög unga þegar móðir hans varð ófrísk. Samband þeirra feðga var lítið fyrstu árin þar sem faðir Kristófers var fluttur frá Íslandi þegar hann fæðist en hann var að spila körfubolta víðs vegar um heiminn. Hann segir móður sína þó alltaf hafa verið duglega að reyna að halda sambandinu við með símtölum og reglulegum tölvupóstssamskiptum. Hitti föður sinn í fyrsta skipti 14 ára gamall Kristófer lýsir því þegar hann hitti föður sinn í fyrsta skipti fjórtán ára gamall þegar hann fór í körfuboltabúðir til Bandaríkjanna. Á flugvellinum mætti faðir hans með alla stórfjölskylduna og hitti Kristófer þar því föður sinn, systkini og alla ættingja á sömu stundu. Í dag segir Kristófer samband sitt við föður sinn mjög gott og þá vera bestu vini en það hafi ekki alltaf verið svona gott. Hann flytur til föður síns og fjölskyldu hans fimmtán ára gamall og segir hann að það hafi reynt töluvert á. Hann ætlar þá að reyna að byrja að ala mig upp. Hann er mjög þrjóskur og ég líka. Ég bjó hjá honum og hann var þjálfari og við vorum saman allan daginn. Hann segir þá fegða hafa eytt mjög miklum tíma saman þar sem faðir hans var einnig aðstoðarþjálfari í körfuboltanum í skólanum og því hafi nálægðin stundum verið of mikil. „Við vorum svolítið að reyna að vinna upp mörg glötuð ár í einu.“ Hvaða gaur er þetta? Í viðtalinu fara þeir Logi og Kristófer um víðan völl og koma meðal annars inn á eftirminnilegan atburð á milli Kristófers og forseta Íslands sem rataði í fjölmiðla. „Þetta var árið 2016 hann var nýkjörinn forseti,“ segir Kristófer þegar hann minnist þess þegar forsetinn mætir á fyrsta landsleikinn fyrir undankeppni EM í körfubolta. „Hann mætir og byrjar að taka í höndina á öllum og ég er síðastur í röðinni. Þarna er maður nýbúinn að hlusta á þjóðsönginn og hann kemur til mín, hikar aðeins og segir svo: Good Luck.“ Kristófer segir að á þessum tíma hafi hann verið nýkominn heim frá Bandaríkjunum og viðurkennir hann að hafa ekki verið með það á hreinu hver þessi maður var sem óskaði honum góðs gengis á ensku. Hann hafi vitað að það væri nýr forseti á Íslandi en ekki þekkt hann í sjón. Ég var að spyrja strákana í klefanum eftir leik hvaða gaur þetta væri. Þá var þetta forsetinn. „Guðni Th want's to connect with you“ Kristófer segir liðsfélaga sína hafa hlegið að þessu atviki eins og hann sjálfur en honum hafi engu að síður þótt þetta svolítið skrítin upplifun. Hann fer svo inn á Twitter um kvöldið þar sem hann ákveður að deila þessari upplifun sinni. Tístið vakti mikla athygli. Morguninn eftir fór Kristófer beint í flug og komst hann ekki í nettengingu fyrr en síðar þann dag en viðbrögðin við tístinu hans voru vægast sagt sterk. „Svo kveiki ég bara á símanum mínum þá var eins og allt væri að springa. Það vissu þetta allir. Svo sá ég á Messenger: Guðni Th want's to connect with you. Þá var bara ritgerð frá mínum manni.“ Kristófer tekur það fram að hann og forseti Íslands séu hinir mestu mátar í dag og talar hann um að auðvitað geti allir gert mistök. Hér fyrir neðan er hægt að nálgast klippu úr viðtalinu við Loga en fyrir áhugasama er hægt að nálgast þættina Börn þjóða inn á Stöð 2 plús. Klippa: Börn þjóða - Kristófer Acox
Börn þjóða Körfubolti Bíó og sjónvarp Dominos-deild karla Forseti Íslands Tengdar fréttir „Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00 Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
„Spurningar sem fólk vill spyrja út í en þorir því kannski ekki“ „Þetta er þáttur sem heitir Börn þjóða og er viðtalsþáttur við Íslendinga af erlendum uppruna. Þetta er þáttur sem ég byrjaði að þróa síðasta sumar og þá sendi Guðlaugur Victor [Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu] mér skilaboð og þarna er Black Lives Matters á fullu og skilaboðin voru um að það þyrfti að gera eitthvað með þessa umræðu hérna heim,“ segir Logi Pedro Stefánsson sem fer af stað með nýja þætti á Stöð 2+ í dag. 6. maí 2021 07:00