Barnið er væntanlegt í heiminn í desember á þessu ári. Þetta er fyrsta barn Elísabetar en Sindri á barn fyrir úr fyrra sambandi. Svo þarf bara að koma í ljós hvaða ættarnafn barnið fær, en ef marka má færslu Elísabetar þá er úr nógu að velja.
„Lítið krútt væntanlegt í desember. Hvaða ættarnafn verður fyrir valinu kemur í ljós síðar en Michelsen, Ormslev, Möller, Petersen eða Knudsen koma til greina.“