Sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. maí 2021 07:01 Helga Kristín Torfadóttir við eldgosið á Reykjanesinu á dögunum. Benjamin Hardman „Ástríða mín fyrir vísindum og náttúru spratt ansi snemma,“ segir Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur og doktorsnemi. Hún er nú að klára doktorsnám í eldfjalla- og bergfræði þar sem hún rannsakar risann Öræfajökul að innan. „Þegar ég var lítil voru áherslurnar til að byrja með á risaeðlum og sólkerfinu. Þegar ég var að klára grunnskóla og í upphafi menntaskólagöngunnar kynntist ég jarðfræði. Ég gleymi ekki fyrsta jarðfræðitímanum sem ég sat í MR þar sem ég uppgötvaði að þarna væri fagið sem ég ætti heima í. Þar komu saman öll mín helstu áhugasvið undir einum hatti; allt frá útivist, ævintýrum, ljósmyndun, náttúru, heimspeki og vísindum. Jarðfræðin hefur veitt mér fjölda skemmtilegra tækifæra svo sem að prófa nýjasta geimbúning NASA við krefjandi aðstæður á Vatnajökli, en búningurinn er ætlaður í fyrstu mönnuðu geimferðina til plánetunnar Mars. Ég er til dæmis sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi,“ segir Helga Kristín. View this post on Instagram A post shared by 🌋 HELGA 🌋 ICELAND 🌋 (@geology_with_helga) Hún segir að það sé svo sannarlega ekki leiðinlegt að vera eldfjallafræðingur þessa dagana. „Ég skoða hvernig kvikurnar úr eldstöðinni hafa hagað sér fyrir gos ásamt að kanna á hvaða dýpi kvikuhólfin og kvikupokarnir eru undir eldstöðinni. Sem jarðfræðingur, og hvað þá eldfjallafræðingur, veit ég að náttúran okkar er óútreiknanleg og kemur manni sífellt á óvart þar sem eldgos er alltaf yfirvofandi. Því kemur sér vel að vera skipulagður, sérstaklega þegar byrjar að gjósa nánast í bakgarðinum hjá manni. Ísland er ekki kallað land elds og íss að ástæðulausu. Hér mæta stórfenglegir jöklar okkar innvolsi jarðar, sem gerir það að verkum að Ísland er jarðfræðilega einstakt á heimsvísu,“ segir eldfjallafræðingurinn. Þegar ein kýrin pissar er annarri mál „Ef við lítum á heildarmyndina, þá er Ísland landmassi á Mið-Atlantshafshryggnum. Ástæðan fyrir því af hverju land geti byggst upp þar sem tveir úthafsflekar aðskiljast er með hjálp möttulstróks sem er staðsettur undir Íslandi. Þaðan fáum við allt efnið sem knýr eldvirknina sem við þekkjum. En þar sem úthafshryggurinn kemur upp á land á Reykjanesi flækjast málin. Hér á sér stað gliðnun milli Norður Ameríku- og Evrasíuflekans sem veldur því að veikleikar verða í landinu með tilheyrandi sprungumyndunum, misgengi og ílöngum eldstöðvakerfum. Það er nokkuð auðvelt að rekja flekaskilin í gegnum landið þegar horft er á landakorti af Íslandi, því að eldgosin raða sér upp á þessum sprungum og misgengjum og mynda röð hryggja." Ljósmyndarinn Benjamin Hardman fylgdist með Kristínu Helgu að störfum við eldstöðvarnar.Benjamin Hardman Helga Kristín segir að vegna þessara gliðnunar hafi því myndast sex eldstöðvakerfi á Reykjanesi. „Jarðsagan segir okkur að um leið og eitt eldstöðvakerfi vaknar til lífsins fylgja hin eftir, eins og orðatiltækið ,„egar ein kýrin pissar er annarri mál.“ Því eru sterkar líkur á að við stöndum frammi fyrir nýju virknistímabili á Reykjanesi út frá núverandi gosi, þar sem við getum átt von á fleiri eldgosum á næstunni á hinum eldstöðvakerfunum.“ View this post on Instagram A post shared by 🌋 HELGA 🌋 ICELAND 🌋 (@geology_with_helga) Hefur ekki átt sér stað í sjö þúsund ár Aðspurð um hversu lengi hún telji að þetta gos á Reykjanesi muni vara svarar hún: „Það er flókin spurning því að við vitum ekki fyrir víst hvað er í gangi í jarðskorpunni. Til dæmis vitum við meira um yfirborð tunglsins heldur en um okkar eigin sjávarbotn. Stutta svarið við spurningunni, sem er einnig klassískt svar, er að við vitum ekki hvað þetta gos mun vara lengi. Flókna svarið við spurningunni er að þetta gos gæti varað í áratugi eða jafnvel aldir. Jarðeðlisfræðileg og jarðefnafræðileg gögn sýna fram á að núverandi gos gæti hugsanlega verið dyngjugos. Það eru nokkrar dyngjur á Reykjanesi en slíkt gos hefur ekki átt sér stað í sjö þúsund ár.“ 66°Norður lét gera áhugavert myndband sem sýnir Helgu að störfum en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Benjamin Hardman tók upp myndbandið en hann hefur birt mikið af fallegum ljósmyndum og myndböndum frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Helga Kristín segist elska að vera úti í náttúrunni allan ársins hring og tekur hún með mér myndavélabúnað hvert sem hún fer. Nýlega opnaði hún Instagramreikninginn @geology_with_helga þar sem hún sýnir frá ævintýrum mínum í náttúrunni og fræði um jarðfræðina þar á bak við. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. 27. maí 2021 21:45 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. 24. maí 2021 13:17 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira
„Þegar ég var lítil voru áherslurnar til að byrja með á risaeðlum og sólkerfinu. Þegar ég var að klára grunnskóla og í upphafi menntaskólagöngunnar kynntist ég jarðfræði. Ég gleymi ekki fyrsta jarðfræðitímanum sem ég sat í MR þar sem ég uppgötvaði að þarna væri fagið sem ég ætti heima í. Þar komu saman öll mín helstu áhugasvið undir einum hatti; allt frá útivist, ævintýrum, ljósmyndun, náttúru, heimspeki og vísindum. Jarðfræðin hefur veitt mér fjölda skemmtilegra tækifæra svo sem að prófa nýjasta geimbúning NASA við krefjandi aðstæður á Vatnajökli, en búningurinn er ætlaður í fyrstu mönnuðu geimferðina til plánetunnar Mars. Ég er til dæmis sú fyrsta í heiminum sem hefur stundað ísklifur í geimbúningi,“ segir Helga Kristín. View this post on Instagram A post shared by 🌋 HELGA 🌋 ICELAND 🌋 (@geology_with_helga) Hún segir að það sé svo sannarlega ekki leiðinlegt að vera eldfjallafræðingur þessa dagana. „Ég skoða hvernig kvikurnar úr eldstöðinni hafa hagað sér fyrir gos ásamt að kanna á hvaða dýpi kvikuhólfin og kvikupokarnir eru undir eldstöðinni. Sem jarðfræðingur, og hvað þá eldfjallafræðingur, veit ég að náttúran okkar er óútreiknanleg og kemur manni sífellt á óvart þar sem eldgos er alltaf yfirvofandi. Því kemur sér vel að vera skipulagður, sérstaklega þegar byrjar að gjósa nánast í bakgarðinum hjá manni. Ísland er ekki kallað land elds og íss að ástæðulausu. Hér mæta stórfenglegir jöklar okkar innvolsi jarðar, sem gerir það að verkum að Ísland er jarðfræðilega einstakt á heimsvísu,“ segir eldfjallafræðingurinn. Þegar ein kýrin pissar er annarri mál „Ef við lítum á heildarmyndina, þá er Ísland landmassi á Mið-Atlantshafshryggnum. Ástæðan fyrir því af hverju land geti byggst upp þar sem tveir úthafsflekar aðskiljast er með hjálp möttulstróks sem er staðsettur undir Íslandi. Þaðan fáum við allt efnið sem knýr eldvirknina sem við þekkjum. En þar sem úthafshryggurinn kemur upp á land á Reykjanesi flækjast málin. Hér á sér stað gliðnun milli Norður Ameríku- og Evrasíuflekans sem veldur því að veikleikar verða í landinu með tilheyrandi sprungumyndunum, misgengi og ílöngum eldstöðvakerfum. Það er nokkuð auðvelt að rekja flekaskilin í gegnum landið þegar horft er á landakorti af Íslandi, því að eldgosin raða sér upp á þessum sprungum og misgengjum og mynda röð hryggja." Ljósmyndarinn Benjamin Hardman fylgdist með Kristínu Helgu að störfum við eldstöðvarnar.Benjamin Hardman Helga Kristín segir að vegna þessara gliðnunar hafi því myndast sex eldstöðvakerfi á Reykjanesi. „Jarðsagan segir okkur að um leið og eitt eldstöðvakerfi vaknar til lífsins fylgja hin eftir, eins og orðatiltækið ,„egar ein kýrin pissar er annarri mál.“ Því eru sterkar líkur á að við stöndum frammi fyrir nýju virknistímabili á Reykjanesi út frá núverandi gosi, þar sem við getum átt von á fleiri eldgosum á næstunni á hinum eldstöðvakerfunum.“ View this post on Instagram A post shared by 🌋 HELGA 🌋 ICELAND 🌋 (@geology_with_helga) Hefur ekki átt sér stað í sjö þúsund ár Aðspurð um hversu lengi hún telji að þetta gos á Reykjanesi muni vara svarar hún: „Það er flókin spurning því að við vitum ekki fyrir víst hvað er í gangi í jarðskorpunni. Til dæmis vitum við meira um yfirborð tunglsins heldur en um okkar eigin sjávarbotn. Stutta svarið við spurningunni, sem er einnig klassískt svar, er að við vitum ekki hvað þetta gos mun vara lengi. Flókna svarið við spurningunni er að þetta gos gæti varað í áratugi eða jafnvel aldir. Jarðeðlisfræðileg og jarðefnafræðileg gögn sýna fram á að núverandi gos gæti hugsanlega verið dyngjugos. Það eru nokkrar dyngjur á Reykjanesi en slíkt gos hefur ekki átt sér stað í sjö þúsund ár.“ 66°Norður lét gera áhugavert myndband sem sýnir Helgu að störfum en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Benjamin Hardman tók upp myndbandið en hann hefur birt mikið af fallegum ljósmyndum og myndböndum frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Helga Kristín segist elska að vera úti í náttúrunni allan ársins hring og tekur hún með mér myndavélabúnað hvert sem hún fer. Nýlega opnaði hún Instagramreikninginn @geology_with_helga þar sem hún sýnir frá ævintýrum mínum í náttúrunni og fræði um jarðfræðina þar á bak við.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Tengdar fréttir Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. 27. maí 2021 21:45 Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18 Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. 24. maí 2021 13:17 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Fleiri fréttir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Sjá meira
Grindvíkingar alsælir með nýjan eldgosabúning Nýr varabúningur knattspyrnudeildar Grindavíkur, svokallaður Eldgosabúningur, hefur fallið vel í kramið hjá stuðningsmönnum, bæjarbúum og knattspyrnuáhugamönnum um allt land. Þemað er nýstorknað hraun sem flæðir fram með kröftugan kvikugang beggja vegna. 27. maí 2021 21:45
Geldingadalir gætu fyllst og hraunið leitað niður gönguleiðina Óvíst er hvenær hraun nær Suðurstrandarvegi; sumir telja að það gæti orðið eftir vikur en aðrir mánuði. Kannað verður á næstu dögum hvort reisa eigi leiðigarða við gosið. 24. maí 2021 19:18
Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. 24. maí 2021 13:17