Enginn smá innkaupalisti hjá Manchester United í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 08:01 Jadon Sancho varð bikarmeistari á mögulega sínu síðasta tímabili með Borussia Dortmund. Hér kyssir hann bikarinn. EPA-EFE/MARTIN ROSE Manchester United er sagt vera með fjóra leikmenn á óskalista sínum í sumar og það yrði heldur betur öflugt lið á Old Trafford næsta vetur takist félaginu að kaupa þá alla. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur enn ekki unnið titil sem stjóri United liðsins en hann er nú orðaður við nýjan þriggja ára samning. Norðmaðurinn fær líka tækifæri til að styrkja liðið verulega í sumar ef marka má fréttir frá Englandi. Solskjær hefur kallað eftir því að fá miðvörð, miðjumann, kantmann og framherja og það eru stór nöfn á óskalista hans. Manchester United target moves for Jadon Sancho, Harry Kane, Declan Rice and Pau Torres.Story: @JamieJackson___ https://t.co/p0LlDLQ4C5— Guardian sport (@guardian_sport) May 27, 2021 Úrslitin í úrslitaleik Evrópudeildarinnar höfðu ekkert með það að segja um hvort að United muni eyða miklum peningi í leikmenn fyrir næstu leiktíð. Solskjær mun fá pening til að brúa bilið á milli United og nágrannanna í Manchester City. Guardian hefur heimildir fyrir því að efstu leikmennirnir á innkaupalista Ole Gunnar Solskjær séu þrír enskir landsliðsmenn og einn leikmaður í liðinu sem kom í veg fyrir að Manchester United ynni langþráðan titil á miðvikudagskvöldið. Sá heitir Pau Torres og er 24 ára spænskur miðvörður hjá Villarreal. Ensku landsliðsmennirnir eru hinn 21 árs gamli Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund, hinn 27 ára gamli Harry Kane hjá Tottenham og hinn 22 ára gamli miðjumaður West Ham, Declan Rice. Það þykja vera mestar líkur á því að Jadon Sancho komi á Old Trafford en minnstar á því að United takist að kaupa Kane. West Ham gæti líka vilja fá hundrða milljónir punda fyrir Rice sem félagið vill ekki selja en Torres gæti verið falur fyrir 30 milljónir. Manchester City hefur forystuna í kapphlaupinu um Harry Kane en enski landsliðsframherjinn vill ólmur komast til liðs sem getur unnið titla sem hann hefur aldrei náð sem leikmaður Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira