Sigur í fyrsta heimaleik Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 07:31 Anthony Davis byrjaði einvígið ekki vel en hann hefur verið frábær í tveimur síðustu leikjum sem Los Angeles Lakers unnið báða. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Denver Nuggets eru bæði búin að snúa við sínum einvígum með tveimur sigrum í röð í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en Milwaukee Bucks er aftur á móti komið í 3-0 á móti Miami Heat. Anthony Davis átti annan stórleik í röð og Los Angeles Lakers er komið 2-1 yfir í einvíginu á móti Phoenix Suns eftir 109-95 heimasigur í nótt. 34 PTS, 11 REB for @AntDavis23 LAL takes a 2-1 leadAD becomes the first @Lakers player since Shaq with back-to-back 30p/10r games in the #NBAPlayoffs! pic.twitter.com/UoNOFBh99K— NBA (@NBA) May 28, 2021 Þetta var fyrsti heimaleikur Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár því þegar liðið vann titilnn í fyrra þá var öll úrslitakeppnin spiluð í búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Þá var Dennis Schröder með 20 stig. Davis var með 18 stig í flottum þriðja leikhluta Lakers þar sem liðið komst sautján stigum yfir. Munurinn varð mestur 21 stig. Davis er fyrsti leikmaður Lakers síðan Shaq til að ná 30 stigum og 10 fráköstum í tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni. Hann var slakur í fyrsta leik og talaði um það sjálfur en hefur bætt fyrir við það með tveimur stórleikjum í röð. AD TAKING OVER He drops 18 of his 30 in the 3Q.. @Lakers up 8 early in the 4Q on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/KYtu7xuWUa— NBA (@NBA) May 28, 2021 Phoenix vann fyrsta leikinn í einvíginu en Lakers menn hafa nú svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Það voru læti í leiknum en Devin Booker var rekinn út úr húsi 35 sekúndum fyrir leikslok fyrir að ýta Dennis Schröder í sniðskoti og Jae Crowder fylgdi á eftir þar sem hann drullaði yfir Schröder. Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Phoenix með 22 stig og 11 fráköst en Booker skoraði 19 stig. Denver Nuggets liðið er líka komið 2-1 yfir eftir tvo sigra í röð en liðið vann þriðja leikinn á móti Portland Trail Blazers 120-115 í nótt. Nikola Jokic sýndi mátt sinn með 36 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og Austin Rivers var með fimm þrista og 21 sig. Jokic innsiglaði sigurinn með þvi að ná sóknafrákasti eftir víti og skora lokakörfu leiksins. NIKOLA JOKIC CAPS HIS 36-POINT NIGHT WITH THE GAME-SEALING TIP-IN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs pic.twitter.com/vKrJyGhd7L— NBA (@NBA) May 28, 2021 Jokic er með 36 stig að meðaltal í fyrstu þremur leikjum einvígisins en hann er með 60 prósent skotnýtingu, 92 prósent vítanýtingu og hefur hitt úr helmingi þriggja stiga skota sinna eða 9 af 18. Allir í byrjunarliði Denver skoruðu ellefu stig eða meira, Michael Porter Jr. var með 15 stig, Aaron Gordon skoraði 13 stig og argentínski bakvörðurinn Facundo Campazzo var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Damian Lillard var með 37 stig fyrir Portland og CJ McCollum skoraði 22 stig. Þá skoraði Norman Powell 18 stig og Carmelo Anthony kom með 17 stig á 26 mínútum inn af bekknum. @Jrue_Holiday11's double-double helps the @Bucks take a 3-0 series lead! #NBAPlayoffs19 PTS | 12 ASTGame 4 - Sat, 1:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/KVuFHysiWX— NBA (@NBA) May 28, 2021 Milwaukee Bucks menn eru að rúlla upp liðinu sem sló þá 4-1 út úr úrslitakeppninni í fyrra og fór þá alla leið í lokaúrslit. Bucks vann þriðja leikinn með 29 stiga mun í nótt, 113-84. Bucks er komið í 3-0 og getur sópað Miami í sumarfrí annað kvöld. Khris Middleton skoraði 22 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 12 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var síðan 17 stig og 17 fráköst. Miami liðið hefur aðeins tapað þrisvar sinnum með 29 stigum eða meira í vetur, en allir þrír leikirnir hafa komið á móti Milwaukee og tvö af þessum töpum eru í síðustu tveimur leikjum í þessu einvígi. Jimmy Butler var atkvæðamestur hjá Miami með 19 stig og Bam Adebayo skoraði 17 stig. Liðið sem fór alla leið í úrslitin í fyrra gæti endað úrslitakeppnina í ár án þessa að vinn einn einasta leik. Nikola Jokic (36 PTS) seals the game with a late tip-in to give the @nuggets a 2-1 series lead ! Game 4 is Saturday at 4pm/et on TNT.Austin Rivers: 21 PTS (16 in 4th Q)Damian Lillard: 37 PTS pic.twitter.com/gVDa56BWvj— NBA (@NBA) May 28, 2021 NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira
Anthony Davis átti annan stórleik í röð og Los Angeles Lakers er komið 2-1 yfir í einvíginu á móti Phoenix Suns eftir 109-95 heimasigur í nótt. 34 PTS, 11 REB for @AntDavis23 LAL takes a 2-1 leadAD becomes the first @Lakers player since Shaq with back-to-back 30p/10r games in the #NBAPlayoffs! pic.twitter.com/UoNOFBh99K— NBA (@NBA) May 28, 2021 Þetta var fyrsti heimaleikur Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár því þegar liðið vann titilnn í fyrra þá var öll úrslitakeppnin spiluð í búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Þá var Dennis Schröder með 20 stig. Davis var með 18 stig í flottum þriðja leikhluta Lakers þar sem liðið komst sautján stigum yfir. Munurinn varð mestur 21 stig. Davis er fyrsti leikmaður Lakers síðan Shaq til að ná 30 stigum og 10 fráköstum í tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni. Hann var slakur í fyrsta leik og talaði um það sjálfur en hefur bætt fyrir við það með tveimur stórleikjum í röð. AD TAKING OVER He drops 18 of his 30 in the 3Q.. @Lakers up 8 early in the 4Q on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/KYtu7xuWUa— NBA (@NBA) May 28, 2021 Phoenix vann fyrsta leikinn í einvíginu en Lakers menn hafa nú svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Það voru læti í leiknum en Devin Booker var rekinn út úr húsi 35 sekúndum fyrir leikslok fyrir að ýta Dennis Schröder í sniðskoti og Jae Crowder fylgdi á eftir þar sem hann drullaði yfir Schröder. Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Phoenix með 22 stig og 11 fráköst en Booker skoraði 19 stig. Denver Nuggets liðið er líka komið 2-1 yfir eftir tvo sigra í röð en liðið vann þriðja leikinn á móti Portland Trail Blazers 120-115 í nótt. Nikola Jokic sýndi mátt sinn með 36 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og Austin Rivers var með fimm þrista og 21 sig. Jokic innsiglaði sigurinn með þvi að ná sóknafrákasti eftir víti og skora lokakörfu leiksins. NIKOLA JOKIC CAPS HIS 36-POINT NIGHT WITH THE GAME-SEALING TIP-IN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs pic.twitter.com/vKrJyGhd7L— NBA (@NBA) May 28, 2021 Jokic er með 36 stig að meðaltal í fyrstu þremur leikjum einvígisins en hann er með 60 prósent skotnýtingu, 92 prósent vítanýtingu og hefur hitt úr helmingi þriggja stiga skota sinna eða 9 af 18. Allir í byrjunarliði Denver skoruðu ellefu stig eða meira, Michael Porter Jr. var með 15 stig, Aaron Gordon skoraði 13 stig og argentínski bakvörðurinn Facundo Campazzo var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Damian Lillard var með 37 stig fyrir Portland og CJ McCollum skoraði 22 stig. Þá skoraði Norman Powell 18 stig og Carmelo Anthony kom með 17 stig á 26 mínútum inn af bekknum. @Jrue_Holiday11's double-double helps the @Bucks take a 3-0 series lead! #NBAPlayoffs19 PTS | 12 ASTGame 4 - Sat, 1:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/KVuFHysiWX— NBA (@NBA) May 28, 2021 Milwaukee Bucks menn eru að rúlla upp liðinu sem sló þá 4-1 út úr úrslitakeppninni í fyrra og fór þá alla leið í lokaúrslit. Bucks vann þriðja leikinn með 29 stiga mun í nótt, 113-84. Bucks er komið í 3-0 og getur sópað Miami í sumarfrí annað kvöld. Khris Middleton skoraði 22 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 12 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var síðan 17 stig og 17 fráköst. Miami liðið hefur aðeins tapað þrisvar sinnum með 29 stigum eða meira í vetur, en allir þrír leikirnir hafa komið á móti Milwaukee og tvö af þessum töpum eru í síðustu tveimur leikjum í þessu einvígi. Jimmy Butler var atkvæðamestur hjá Miami með 19 stig og Bam Adebayo skoraði 17 stig. Liðið sem fór alla leið í úrslitin í fyrra gæti endað úrslitakeppnina í ár án þessa að vinn einn einasta leik. Nikola Jokic (36 PTS) seals the game with a late tip-in to give the @nuggets a 2-1 series lead ! Game 4 is Saturday at 4pm/et on TNT.Austin Rivers: 21 PTS (16 in 4th Q)Damian Lillard: 37 PTS pic.twitter.com/gVDa56BWvj— NBA (@NBA) May 28, 2021
NBA Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Sjá meira