Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Stöð 2/Einar Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“ Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“
Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira