NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 15:00 Donovan Mitchell var flottur í endurkomu sinni í Utah Jazz liðið í nótt. Hafði misst af sextán leikjum vegna meiðsla en skoraði 25 stig á 26 mínútum. AP/Rick Bowmer Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021) NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Eitt af óvæntustu úrslitunum úrslitakeppni NBA deildarinnar til þessa var tap toppliðs deildarinnar, Utah Jazz, á heimavelli í fyrsta leik á móti Memphis. Utah ákvað að hvíla stjörnubakvörðinn sinn Donovan Mitchell í umræddum leik. Hann hafði ekki spilað í síðustu fimmtán deildarleikjunum vegna meiðsla en þrátt fyrir að hann sjálfur vildi spila þá fékk hann ekki grænt ljós. Tap á heimavelli þýddi að nú mátti liðið alls ekki lenda 2-0 undir. Græna ljósið kom því fyrir annan leikinn í nótt þar sem Utah Jazz vann 141-129 sigur og jafnaði einvígið í 1-1 áður en liðin færa sig yfir til Memphis. Donovan Mitchell var svo sannarlega ólmur í að fá að spila í úrslitakeppninni og hann endaði með að skora 25 stig á tæpum 26 mínútum. Hann viðurkennir að spenningurinn var mikill fyrir leikinn. „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður og þurfti að reyna að finna réttu leiðina til að róa mig niður. Það er auðvelt að fara út og reyna að komast í heimahöfn í byrjun en leikirnir vinnast ekki á fyrstu fimm mínútunum,“ sagði Donovan Mitchell eftir leikinn. Hann fékk góða hjálp því Mike Conley var með 20 stig og 15 stoðsendingar og Rudy Gobert skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. „Mike var með 20 og 15 og Rudy 21 og 13. Við gerðum því mikið af góðum hlutum og það gerði mitt starf auðveldara. Ég þurfti ekki að koma inn og gera allt. Ég gat fundið réttu staðina og var grimmur að sækja þar. Ég gerði bara svona eins og ég geiri vanalega,“ sagði Mitchell. Ja Morant setti félagsmet með því að skora 47 stig fyrir Memphis Grizzlies en það dugði ekki til. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leik en eins þegar Philadelphia 76ers komst í 2-0 á móti Washington Wizards og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta Hawks. Þar fylgja einnig flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 26. maí 2021)
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti