Skrifar undir fimm ára samning við Liverpool eftir EM 21 árs landsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2021 08:30 Ibrahima Konate mun njóta góðs af því að spila með og læra af Virgil Van Dijk. EPA-EFE/Alexander Hassenstein Eftir slæmt ástand í miðri vörn Liverpool á tímabilinu horfir nú til bjartari tíma. Mögulegur framtíðarmiðvörður franska landsliðsins spilar við hlið Virgil Van Dijk á næstu leiktíð. Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á miðverðinum Ibrahima Konate frá RB Leipzig en ESPN er meðal erlendu miðlana sem segja frá þessu. Þetta hefur legið lengi í loftinu en Liverpool gat endanlega gengið frá þessu eftir að félagið tryggði sér sæti í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Liverpool gat því virkjað klásúlu í samningi Ibrahima Konate við þýska félagið og getur keypt upp samninginn á 41,5 milljónir evra. Liverpool þarf samt að borga alla upphæðina strax. Liverpool have agreed to sign centre-back Ibrahima Konate from RB Leipzig on a five-year contract, sources told @LaurensJulien pic.twitter.com/FNG3AqO3ic— ESPN FC (@ESPNFC) May 26, 2021 Konate er franskur unglingalandsliðsmaður sem hélt upp á 22 ára afmælið sitt í þessari viku. Njósnarar Liverpool hafa fylgst með honum lengi en þetta er mjög hæfileikaríkur leikmaður sem framtíðina fyrir sér. Konate hefur þegar gengið undir læknisskoðun og mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool liðið eftir Evrópumót 21 árs landsliða. Frakkar komust í átta liða úrslitin upp úr riðli Íslands og mæta þar Hollendingum. Ibrahima Konate er stór og sterkur leikmaður með mikinn hraða. Hann hefur bætt sig mikið með boltann og tekið miklum framförum í leikfræðinni undir stjórn Julian Nagelsmann hjá Leipzig. Jürgen Klopp er mikill aðdáandi og vill spila honum við hlið Virgil van Dijk á næstu leiktíð. Koma Konate þýðir að það verður ekki pláss fyrir Ozan Kabak hjá félaginu. Liverpool mun ekki nýta sér kauprétt sinn en Kabak var í láni frá Schalke. Það er hins vegar líklegt að Kabak endi hjá Leipzig sem er að missa báða miðverði sína, Konate til Liverpool og Dayot Upamecano til Bayern München. watch on YouTube
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira