Frá þessu segir í tilkynningu frá Þjóðhátíð. Með tilkynningunni er verið að staðfesta fyrstu nöfnin sem munu stíga á stokk á stóra sviðinu, en miðasala á Þjóðhátíð hefst klukkan níu í dag.
Áður hefur verið tilkynnt að Hreimur Örn Heimisson muni semja og flytja þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið ber heitið Göngum í takt, en enn á eftir að frumflytja lagið.
Hreimur fékk Vigni Snæ Vigfússon með sér í að pródúsera lagið. Magni Ásgeirsson, sem að söng með Hreim árið 2001 í Þjóðhátíðarlaginu Lífið er yndislegt, verður einnig með að þessu sinni ásamt Emblu Margréti, sextán ára dóttur Hreims sem að syngur einnig í laginu.