UEFA í hart gegn óhlýðnu félögunum Real Madrid, Barcelona og Juventus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 09:01 Aleksander Ceferin, forseti UEFA, ætlar ekki að gefa neitt eftir í þessu máli. Getty/Harold Cunningham Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið mál gegn þremur af stærstu fótboltafélögum álfunnar vegna aðkomu þeirra að stofnum Ofurdeildar Evrópu. Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við. UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira
Barcelona, Juventus og Real Madrid voru meðal tólf stofnmeðlima Ofurdeildarinnar sem dó aðeins nokkra daga gömul en ólíkt hinum níu hafa þau neitað að falla frá plönum sínum. UEFA sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að sambandið hafi nú byrjað málsmeðferð gegn þessum félögum. UEFA has opened proceedings against Barcelona, Real Madrid and Juventus for their role in the plans for a European Super League.— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 25, 2021 UEFA reyndi fyrst að fara samningaleiðina en ekkert kom út úr því og því hefur sambandið hafið málsmeðferð gegn Real Madrid, Barcelona og Juventus fyrir brot á regluverki Knattspyrnusambands Evrópu. Aleksander Ceferi, forseti UEFA, varaði þessi félög við því á dögunum að ef þau segjast vera í Ofurdeildinni þá geti þau að sjálfsögðu ekki spilað í Meistaradeildinni. Liðin sem voru með í byrjun en hafa síðan hætt við þátttöku í Ofurdeildinni eru Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Tottenham Hotspur, AC Milan, Inter Milan og Atletico Madrid. Þessi níu félög féllust á beiðni UEFA um að sameinast um að gefa fimmtán milljónir evra í samvinnuverkefni til styrktar barna- og unglingafótbolta í Evrópu. Öll þessi félög munu líka missa fimm prósent af sínum hluta af sínum Evróputekjum frá UEFA í eitt tímabil. UEFA: Following an investigation conducted by UEFA Ethics and Disciplinary Inspectors in connection with the so-called Super League project, disciplinary proceedings have been opened against Real Madrid, Barcelona & Juventus for a potential violation of UEFA s legal framework — Rob Harris (@RobHarris) May 25, 2021 Til að koma í veg fyrir frekar Ofurdeildarævintýri í framtíðinni þá hafa þessi níu félög einnig skrifað undir hollustu samning við UEFA sem myndi þýða hundrað milljóna evru sekt ef þau reyndu að ganga til liðs við keppni í óleyfi í framtíðinni. Florentino Perez, forseti Real Madrid, er einn af aðalmönnunum á bak við Ofurdeildina, hefur haldið því fram að félögin níu sem samþykktu að stofna Ofurdeildina séu með bindandi samninga og geti því ekki hætt við.
UEFA Ofurdeildin Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Sjá meira