Telja varnarleik Vals í molum án Pavels og að einvígið sé að spilast eins og KR vill Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. maí 2021 23:30 Pavel virðist vera lykillinn að velgengni Vals. Vísir/Bára KR og Valur mætast í Vesturbænum annað kvöld í leik þar sem Íslandsmeistarar KR geta tryggt sæti sitt í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Liðið vann magnaðan sigur á Hlíðarenda í síðasta leik og leiðir 2-1 í einvíginu. Eftir leikinn á Hlíðarenda ræddu Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, við þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson. Farið var yfir mikilvægi Pavels Ermolinskij, ódýru villurnar sem hann fékk og þá ótrúlegu staðreynd að liðin tvö virðast aðeins vinna útileiki. „Fyrir mér er vandamál Vals ekki sóknarlega, þeir eru að skora yfir 100 stig hérna. Þeir hafa bara akkúrat enga stjórn á varnarleiknum. KR er búið að espa þá upp í hátt stigaskor og KR er alltaf að fara vinna það. Valur þarf að fá að stigaskorið miklu lægra,“ sagði Benedikt um síðustu viðureign liðanna. „Leikirnir eru að spilast á þeirra styrkleika. Valur vill vera með þennan hæga bolta og þeir þurfa að byrja varnarmegin. Vörnin er engan veginn að standast þær kröfur sem við gerum til Valsmanna upp á hvernig eigi að spila varnarleik. Hún er alltaf hálfpartinn í molum ef Pavel er ekki á inn á vellinum. Það hrundi allt þegar hann er tekinn út úr leiknum [með fimm villur], bæði varnar- og sóknarlega,“ bætti Hermann við. Síðustu tvær villurnar sem Pavel fékk í leiknum voru síðan skoðaðar og voru allir sammála um að varla væri um villur að ræða. „Þetta er eins lélegur dómur og hann getur mögulega orðið,“ sagði Hermann um fjórðu villu Pavels. Þá umræðu má meðal annars sjá í spilaranum hér að neðan. KR og Valur mætast í fjórða leik 8-liða úrslita Domino´s deildarinnar annað kvöld. Útsending fyrir leikinn hefst klukkan 20.10 á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 17.45 þar sem leikur Þór Ak. og Þór Þorlákshafnar er á dagskrá klukkan 18.05. Líkt og KR þá leiðir Þór Þorl. 2-1 og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri annað kvöld. Klippa: Varnarleikur Vals og mikilvægi Pavels Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur KR Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Eftir leikinn á Hlíðarenda ræddu Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, við þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson. Farið var yfir mikilvægi Pavels Ermolinskij, ódýru villurnar sem hann fékk og þá ótrúlegu staðreynd að liðin tvö virðast aðeins vinna útileiki. „Fyrir mér er vandamál Vals ekki sóknarlega, þeir eru að skora yfir 100 stig hérna. Þeir hafa bara akkúrat enga stjórn á varnarleiknum. KR er búið að espa þá upp í hátt stigaskor og KR er alltaf að fara vinna það. Valur þarf að fá að stigaskorið miklu lægra,“ sagði Benedikt um síðustu viðureign liðanna. „Leikirnir eru að spilast á þeirra styrkleika. Valur vill vera með þennan hæga bolta og þeir þurfa að byrja varnarmegin. Vörnin er engan veginn að standast þær kröfur sem við gerum til Valsmanna upp á hvernig eigi að spila varnarleik. Hún er alltaf hálfpartinn í molum ef Pavel er ekki á inn á vellinum. Það hrundi allt þegar hann er tekinn út úr leiknum [með fimm villur], bæði varnar- og sóknarlega,“ bætti Hermann við. Síðustu tvær villurnar sem Pavel fékk í leiknum voru síðan skoðaðar og voru allir sammála um að varla væri um villur að ræða. „Þetta er eins lélegur dómur og hann getur mögulega orðið,“ sagði Hermann um fjórðu villu Pavels. Þá umræðu má meðal annars sjá í spilaranum hér að neðan. KR og Valur mætast í fjórða leik 8-liða úrslita Domino´s deildarinnar annað kvöld. Útsending fyrir leikinn hefst klukkan 20.10 á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 17.45 þar sem leikur Þór Ak. og Þór Þorlákshafnar er á dagskrá klukkan 18.05. Líkt og KR þá leiðir Þór Þorl. 2-1 og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri annað kvöld. Klippa: Varnarleikur Vals og mikilvægi Pavels Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur KR Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn