NBA dagsins: Tók nýju verkefni fagnandi og kældi niður sjóðheita skyttu Portland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 15:01 Það var ekki auðvelt fyrir Damian Lillard að ná góðu skoti á körfuna þegar Aaron Gordon var að dekka hann í nótt. AP/Joe Mahoney Ein af stóru sögulínum næturinnar í NBA deildinni í körfubolta var varnarskipting þjálfarateymis Denver Nuggets í hálfleik. Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021) NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Denver liðið tapaði fyrsta leiknum á heimavelli á móti Portland Trail Blazers í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar en tókst að jafna metin í nótt. Það var hins vegar að stefna í einhvern ofurleik hjá Damian Lillard, bakverði Portland Trail Blazers, sem var kominn með 32 stig í fyrri hálfleiknum þar sem hann hitti meðal annars úr átta þriggja stiga skotum. Michael Malone, þjálfari Denver, og aðstoðarfólk hans vissi að þeir þyrftu að breyta einhverju því varnarskipulag fyrri hálfleiksins var ekki alveg að ganga upp. Aaron Gordon, leikmaður Denver liðsins, var meira en klár í nýtt verkefni. „Ég er með hann,“ sagði Gordon. Þessi breyting gekk upp því Damian Lillard skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu og lét sér nægja tíu stig í seinni hálfleiknum og Denver liðinu tókst að jafna einvígið í 1-1 með 128-109 sigri. Austin Rivers og Facundo Campazzo voru að reyna að dekka Lillard en Aaron Gordon er mun stærri og gekk betur að loka á þriggja stiga skotin hans. „Í hálfleik þegar hann hafði skorað 32 stig þá sögðum við: Prófum að láta Aaron Gordon dekka hann. Ein af ástæðunum fyrir því að við fengum hann til okkar var hversu fjölhæfur varnarmaður hann er. Hann vildi líka fá þetta tækifæri og tók því fagnandi. Það var eitt það besta við þetta. Aaron Gordon vildi endilega dekka hann,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver Nuggets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leikjum næturinnar þar sem Milwaukee Bucks komst í 2-0 á móti Miami Heat. Klippa: NBA dagsins (frá 24. maí 2021)
NBA Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan - Valur | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Njarðvík - ÍR | Bíða eftir fyrsta sigrinum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn